Fimmtudagur, 8. júní 2006
Fitness-dagbók
Datt allt í einu í hug að það væri sniðugt að skrifa fitness-dagbók þar sem ég er byrjuð á fitnessprógrammi. Ég stefni sem sagt á Fitness í haust. Hef aldrei áður tekið þátt í því og það er ekki seinna að vænna þar sem ég er að verða fertug í haust. Það er annað hvort að duga eða drepast ekki satt ;). Arnar Grant sem er margfaldur íslandsmeistari í Fitness , var svo elskulegur að gera fyrir mig lyftingarprógram. Einnig sendi hann mér upplýsingar um hvernig matseðillinn á að vera til þess að allt gangi upp.
Lyftingarprógrammið er fjórskipt. Ég er búin að fara tvisvar yfir það , æfi sex daga vikunnar. Tók strax á mataræðinu og fituprósentan hefur strax lækkað um 2 % skv. rafleiðnifitumælingartækinu (úff langt orð). Ég finn að ég er að breytast, vigtin stendur í stað , er meira að segja nærri kíló þyngri sem er mjög eðlilegt þar sem ég er að taka miklar þyngdir og stækka vöðvana. Vöðvar eru jú um helmingi þyngri en fita en þeir taka líka helmingi minna pláss.
Tók æfingu í morgun fyrir axlir og Trappa ( vöðvar efst á baki, nálægt öxlum). Æfingarnar taka alveg einn og hálfan til tvo tíma í hvert skipti. Tek æfingu á morgun fyrir brjóst og þríhöfða, hvíli á laugardaginn og geng esjuna á sunnudag. Nóg um þetta í bili :).