Fitness-dagbók

pull_ups.jpg

Datt allt í einu í hug að það væri sniðugt að skrifa fitness-dagbók þar sem ég er byrjuð á fitnessprógrammi.   Ég stefni sem sagt á Fitness í haust.  Hef aldrei áður tekið þátt í því og það er ekki seinna að vænna þar sem ég er að verða fertug í haust.  Það er annað hvort að duga eða drepast ekki satt ;).   Arnar Grant sem er margfaldur íslandsmeistari í Fitness , var svo elskulegur að gera fyrir mig lyftingarprógram.  Einnig sendi hann mér upplýsingar um hvernig matseðillinn á að vera til þess að allt gangi upp.

Lyftingarprógrammið er fjórskipt.  Ég er búin að fara tvisvar yfir það , æfi sex daga vikunnar.  Tók strax á mataræðinu og fituprósentan hefur strax lækkað um 2 % skv. rafleiðnifitumælingartækinu (úff langt orð).  Ég finn að ég er að breytast, vigtin stendur í stað , er meira að segja nærri kíló þyngri sem er mjög eðlilegt þar sem ég er að taka miklar þyngdir og stækka vöðvana.  Vöðvar eru jú um helmingi þyngri en fita en þeir taka líka helmingi minna pláss.  

Tók æfingu í morgun fyrir axlir og Trappa ( vöðvar efst á baki, nálægt öxlum).  Æfingarnar taka alveg einn og  hálfan til tvo tíma  í hvert skipti.   Tek æfingu á morgun fyrir brjóst og þríhöfða, hvíli á laugardaginn og geng esjuna á sunnudag.   Nóg um þetta í bili :).


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún

vá þú ert TÖFFARI !!! fitness er svo sannarlega ekki fyrir hvern sem er - þú átt eftir að MASSA ÞETTA ;) hehe !! þótt ég fari í ræktina á hverjum degi - þá efast ég um að ég myndi hafa sjálfsaga í svona ! úff!!

samt finnst mér helvíti cool hvað ég er komin í gott form (besta form sem ég hef verið í hingað til hehe) og það í AMERÍKU !!! hér er maður heima alla daga og alltaf étandi (en ég borða hollt - það hjálpar hehe)!! í dag hef ég 90 daga til að KLÁRA DÆMIÐ - sem snýst um að vera orðin svo flott þegar ég kem heim að strákarnir detta niður í röðum (nei djók - er að gera þetta fyrir sjálfa mig hehe)!!

en alveg finnst mér annað magnað - í ræktinni minni hérna eru alltaf heimavinnandi húsmæðurnar að púla - flestar um fertugt/fimmtugt og sjitt - þær líta út eins og SÚPERMÓDEL sko .. þvílíkt flottar - maður fær bara samviskubit að standa þarna með bumbuna sína þegar þessar konur eru búnar að punga út eins og 2 - 3 krökkum og svo svona flottar (en þær svosem vinna fæstar og hafa mikinn tíma til að æfa hehe) !! (veit samt að það er mikil vinna að eiga krakka hehe)!

æji vá hvernig tókst mér aftur að skrifa svona langt komment .. só sorry en ég þarf bara alltaf að tjá mig svo ógeðslega mikið :D heheh!! hope you don´t hate it !! ;)

btw - má ég ekki ráða þig sem einkaþjálfarann minn í gegnum tölvuna hehe .. nei segi svona :D !!

þú ert cool - good luck í prógramminu ;) ég mun fylgjast spennt með!!!

Sigrún, 8.6.2006 kl. 16:41

2 identicon

Gerðu bara eitt fyrir mig : EKKI STYTTA KOMMENTIN !!!! ;). Þú ert nefnilega ferlega kúl sjálf, rosalega gaman að lesa kommentin þín :) Hvað ertu að segja, eru kerlurnar þarna úti svona svakalega flottar! Þetta er auðvitað í tísku, og ekki síst í Ameríku! Eins gott að halda sér í súperformi svo maður tolli í tískunni ..hehe. En þetta er betra en margt annað, ég styð hollustu og hreyfingu heilshugar.
En Ameríkanar eru greinilega lengra komnir hvað þetta varðar. Vinkona mín bjó í nokkur ár í L.A og þá voru allir á kafi í heilsudrykkjum , grænmetisréttum, heilsu þetta og heilsu hitt, og það eru alla vega 15 ár síðan það var! Þá hafði maður nú varla heyrt minnst á baunasalat eða baunabuff!

Haltu svo áfram að tjá þig :D
Kveðja
Ester

Ester (IP-tala skráð) 8.6.2006 kl. 17:29

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Vá hvað þú ert dugleg!!! Vildi að ég væri dálítið fit og grennri sjálf. En hvað um það baráttukveðjur!!

Jórunn Sigurbergsdóttir , 8.6.2006 kl. 20:13

4 Smámynd: Ester Júlía

Takk Jórunn mín :)

Ester Júlía, 8.6.2006 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband