Ljót og gömul strætóskýli í úthverfunum

mbl0033522.jpg

   Ég held að starfsmenn reykjavíkurborgar  planti niður eldgömlu og ljótu ryðguðu járnstrætóskýlunum í úthverfin þar sem þau eru nógu góð fyrir auga úthverfamannsins.  Á fjölförnum umferðagötum eins og td. á laugaveginum eða Suðurlandsbraut, þar er ekki að sjá þessi ljótu gömlu strætóskýli..þar eru falleg græn glerstrætóskýli sem gleðja augu ferðamannsins og allra þeirra sem eiga leið um fjölfarnar umferðagötur.   Ég á heima í mjög fallegu nýlegu úthverfi í Reykjavík , þar  er ósnortin náttúra og falleg fjallasýn, og falleg hús en það eina sem skemmir útsýnið eru þessi forljótu gráu ryðguðu strætóskýli sem plantað er niður með 100 m. millimili.  'Eg viðurkenni fúslega að þetta pirrar mig óstjórnlega.  Ég væri alveg til í að hafa grænt glerstrætóskýli fyrir utan gluggann  hjá mér en í staðinn blasir við eitt af þessum ljótu gráu hálfmygluðu strætóskýlum.  Ég held að gatan mín yrði miklu fallegri með græn glerstrætóskýli sem plantað væri hér og þar í götunni. 

En á móti kemur að gráu ljótu strætóskýlin vekja upp gamlar sætar minningar frá því ég var lítil og hélt í hendurnar á mömmu og pabba í sitthvora litlu hendina mína inní einu slíku.  

 

 


Tilgangslaus flughræðsla!

jolleystuff_fear03.gif

  aaaaa...frábær dagur með sól í heiði!  Nenni samt ekki í sund, en kallinn er að hugsa um að fara með yngsta barnið. Komið smá eirðarleysi í mig því ég er að fara til kaupmannahafnar eftir fjóra daga, og ég er flughrædd.  Frétti af remedíum sem eiga að hjálpa manni að eiga við þessa tilgangslausu hræðslu, og ætla að kanna það á morgun.  Nenni helst ekki að taka eitthvað kemískt róandi og vera þreytt allan daginn , er að fara á árshátíð sama kvöld og ég lendi svo það bara gengur ekki Óákveðinn.    Eitt ráð er gott við flughræðslu og það er að gleyma sér í lestri á góðri og mjög spennandi bók.  Bókin má ekki vera þung, þarf að vera auðlesanleg og umfram allt skemmtileg.  Óska hér með eftir tillögum um góða bók .. í athugasemdir takk !! :D   


Bloggfærslur 17. apríl 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband