Tannverkur dauðans!

Ég fór til tannlæknis í dag.  Taka tvö í að reyna að drepa rótina, svo hægt sé að klára verkið og fylla upp í.  Tannsi hjakkaðist í tönninni í einn og hálfan tíma, með nálar ofan í rótargöngin Sick. Deyfingin fór úr cirka 2-3 tímum síðar og ég ætla ekki að reyna að lýsa verknum sem ég fékk þá í tönnina. Næstum verra en að eiga barn! 

Ég var algjörlega viðþolslaus, þoldi ekki einu sinni hljóðið úr sjónvarpinu, gat ekki talað eða svarað þegar talað var við mig...aldrei lent í öðru eins!  Ég tók tvær Paratabs og tvær Ípúfen og fór svo inn í rúm þar sem ég kvaldist þar til leið yfir mig á koddanum. 

Já því ég steinsofnaði svona líka fast í tvo tíma.  Þegar ég vaknaði var ég skárri en þó ekki góð.  Og þegar líða tók á kvöldið fann ég að verkurinn var að koma aftur, gleypti sama skammt af töflum því ekki get ég hugsað það til enda ef verkurinn kemur aftur.  Og fyrir þetta borgar maður marga marga þúsundkalla og ekki er allt búið enn......ekki nema von að maður slugsi að fara til tannlæknis.

  En svo er þetta að sjálfsögðu ein hringavitleysa því ef ég hefði farið fyrr til tannsa hefði ekki þurft að drepa rótina osfr.   Svo eflaust..þegar upp er staðið, get ég engum kennt um nema sjálfri mér.  

 


Bloggfærslur 28. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband