Tannverkur dauðans!

Ég fór til tannlæknis í dag.  Taka tvö í að reyna að drepa rótina, svo hægt sé að klára verkið og fylla upp í.  Tannsi hjakkaðist í tönninni í einn og hálfan tíma, með nálar ofan í rótargöngin Sick. Deyfingin fór úr cirka 2-3 tímum síðar og ég ætla ekki að reyna að lýsa verknum sem ég fékk þá í tönnina. Næstum verra en að eiga barn! 

Ég var algjörlega viðþolslaus, þoldi ekki einu sinni hljóðið úr sjónvarpinu, gat ekki talað eða svarað þegar talað var við mig...aldrei lent í öðru eins!  Ég tók tvær Paratabs og tvær Ípúfen og fór svo inn í rúm þar sem ég kvaldist þar til leið yfir mig á koddanum. 

Já því ég steinsofnaði svona líka fast í tvo tíma.  Þegar ég vaknaði var ég skárri en þó ekki góð.  Og þegar líða tók á kvöldið fann ég að verkurinn var að koma aftur, gleypti sama skammt af töflum því ekki get ég hugsað það til enda ef verkurinn kemur aftur.  Og fyrir þetta borgar maður marga marga þúsundkalla og ekki er allt búið enn......ekki nema von að maður slugsi að fara til tannlæknis.

  En svo er þetta að sjálfsögðu ein hringavitleysa því ef ég hefði farið fyrr til tannsa hefði ekki þurft að drepa rótina osfr.   Svo eflaust..þegar upp er staðið, get ég engum kennt um nema sjálfri mér.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

Skata virkaði sem gott deyfilyf hehehe....en það er satt sem þú segir þegar upp er staðið þá er engum að kenna nema manni sjálfum

Ólafur fannberg, 28.12.2006 kl. 08:15

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Tannlæknar... ég finn hroll

Gunnar Helgi Eysteinsson, 28.12.2006 kl. 10:27

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Æ,æ,æ, Esrt mín þetta er hryllilegt og stoðar ekkert að segja ef þú getir sjálfri þér um kennt verkirnir eru samt jafn vondir. Vona að þetta lagist sem fyrst. 

Jórunn Sigurbergsdóttir , 28.12.2006 kl. 18:46

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Góðan bata, það er vont að fá tannpínu, minnir mig, eru orðin mörg ár síðan síðast. Ég fer reglulega til tansa eftir OF margar rótafyllingar á 'Islandi En þetta hljómar samt ekki eins og venjulegir rótarfyllingarverkir það sem þú ert að lýsa. 'Eg mundi nú spjalla aðeins við tannsa fyrir næstu umferð

Kveðja Sigrún. 

Sigrún Friðriksdóttir, 28.12.2006 kl. 23:32

5 identicon

Gleðilegt ár Ester mín:)

Mæli með reglulegu eftirliti hjá Tannsa:) það kemur í veg fyrir svona aðgerðir og þessi útlát. Eftir að ég áttaði mig á þessu hef ég ekki fengið skemmd í mörg ár:) og vil fá að halda því þannig þó ég láta þetta út af mér ganga hér;)

Megi þetta ár færa þér sátt og gleði og mundu Ester mín að það ert þú sem velur hvað þú setur inní árið, markmið, vini, tengsl........ osfrv. Þetta er þitt ár. 

Díana vinkona (IP-tala skráð) 1.1.2007 kl. 14:32

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Gleðilegt ár Ester mín og takk fyrir samskiptin á liðnu ári.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.1.2007 kl. 17:43

7 Smámynd: Villi Asgeirsson

Gleðilegt ár, Ester. Ég vona að tennurnar komist í jafn gott form og restin.

Villi Asgeirsson, 1.1.2007 kl. 21:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband