Nýji diskur bróður míns.

Loksins komnar inn nýjar myndir Happy.  Heyrði i útvarpinu áðan að Elton John væri að túra um Ástralíu, gott hjá sextugum karlinum.  Nýja lagið hans er þrusugott, hann klikkar ekki.  Heyrði viðtal við yngri bróðir minn á rás tvö í dag, hann ásamt öðrum í Brooklyn fæv  voru að gefa út jóladisk og ég hvet ykkur til að hlusta á hann. Hreint unaðslega fallegur. Þeir tóku hann upp í ágúst, sögðust hafa verið komnir í jólafílingin þegar þeir löbbuðu úr stúdíóinu út í glampandi sólskinið.  Það hefði ekki alveg meikað sens. En jólalegur er diskurinn, enginn undirleikur bara raddaður. Mér finnst það alltaf svo flott.  Voru víst í vandræðum með nafn á diskinn.. allir jóladiskar heita - Gleðileg jól svo þeim datt í hug - Góð jól en það hefur ekki verið notað áður.   Annars er ég í próflestri , fer ekki í jólafílinginn fyrr en prófin eru búinn eða næsta laugardag.  Jólaskemmtun World Class er einmitt á laugardagskvöldið næsta svo maður á eftir að skvetta ærlega úr klaufunum þá. Shocking.


Bloggfærslur 10. desember 2006

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband