Lilja 4 ever ........Hryllingur!!

ÉG ætlaði mér ekki að blogga í kvöld en ég bara hreinlega  VERÐ að tjá mig um myndina  Lilja 4 ever  sem ég horfði á fyrr í kvöld.  Ég er gjörsamlega í sjokki eftir þessa mynd.   Ég vissi ekkert hvað ég var að fara að horfa á, datt "óvart" inn í myndina sem varð alltaf hryllilegri og hryllilegri þegar á leið, og ég áttaði mig fljótlega á því um hvað hún snérist.  MANSAL! Þvílíkur hryllingur og ógeð!  Ég táraðist margoft yfir myndinni, litla stráknum sem átti hræðilegan föður sem barði hann, henti honum út, sprengdi boltann hans og fleira.  Stráknum sem  þráði svo heitt að eignast alvöru fjölskyldu. Og Lilja var sú eina sem lét sér annt um hann.  Og hann var sá eini sem þótti vænt um Lilju. 

Það var eins og enginn gæti sýnt neinar mannlegar tilfinningar eða hlýju þar sem Lilja átti heima í Eistlandi.  Ekki einu sinni mamma Lilju sem afsalaði sér forræðinu yfir henni og sagði ástæðuna vera að hún hefði fæðst óvelkominn í heiminn.   Mamman flutti svo bara  til Ameríku með nýja manninum dauðfegin að vera laus úr grámygluðum hversdagsleikanum og skyldi Lilju dóttur sína eftir!   Og viðbjóðurinn sem mætti Lilju þegar hún fór til Svíþjóðar.  Hún var ástfangin og stóð í þeirri meiningu að vera elskuð til baka en það kom annað í ljós þegar hún kom yfir til Svíþjóðar og hórmangarinn tók á móti henni.    Ógeðskallar keyptu hana af hórmangaranum sem læsti hana inni á hverri einustu nóttu.  Og aldrei sá hún "elskhuga" sinn aftur enda var sá bara tengiliðurinn í Eistlandi sem  lofaði stelpum gulli og grænum skógum ef þær myndu vilja flytja með honum " heim" til Svíþjóðar.   

Ég er í SJOKKI eftir að hafa horft á þessa mynd,  ég vissi að þetta er til í heiminum og mikið af því en myndin var svo raunverulega tekin og stelpan sem lék Lilju lék þetta hlutverk ótrúlega vel, það var ekki hægt annað en að bresta í grát og ennþá langar mig til að gráta . 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hilmar Örn Ó.

Já, þetta er mjög "vont" bíó. Horfði á hana fyrir nokkrum árum og ákvað í gærkvöldi að láta hana eiga sig. Þetta er kvikmynd sem maður þarf að sjá...en einu sinni er kappnóg.

Hilmar Örn Ó., 29.4.2006 kl. 07:22

2 Smámynd: www.zordis.com

Ein ömurlegasta raunmynd sem ég hef séð!

Hræðileg og það versta að raunveruleikinn er svona hrár. Ég grét og fékk vondar tilfinningar í kjölfar myndar. kveðja frá Spáni ....

www.zordis.com, 29.4.2006 kl. 15:38

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Mynd sem fær mann til að hugsa. Það er alltaf eitthvað nýtt úr myndinni sem mér dettur í hug.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 30.4.2006 kl. 10:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband