Þriðjudagur, 25. apríl 2006
Týnt fólk, týnd taska og árshátíð World Class í köben!
Komin heim eftir geðveika árshátíð! Byrjaði nú ekki vel, týndi öllu liðinu á Kastrupflugvelli og fann ekki töskuna mína! Fór út að gá að liðinu og svindlaði mér svo inn aftur. Það kom æðandi að mér kolbrjálaður tollvörður og ég sver það, ég hélt hún myndi berja mig! Ég reyndi að útskýra mál mitt á meðan hún hvæsti á mig , svo spurði hún hvaðan ég væri og ég sagði - íslandi, þá nánast sagði hún mér að drulla mér inn og tala við fólkið í "reception". Ég hljóp inn og náði tali af konu þar sem sagði að þau þjónustuðu reyndar ekki Iceland express.. (Vá þarna féllust mér nánast hendur) en ´þetta var almennilegri kona en tollvarðardruslan og hún sagði mér að bíða meðan hún athugaði málið.
Ég beið í korter og þá kom hún með þær fréttir að tvær stórar rútur hefðu farið með íslendinga fyrir skömmu og þá vissi ég að ég hafði misst af rútunni..:'(. En töskuna varð ég að finna. ÉG hafði ekki hugmynd um hvort taskan hefði farið með þeim eða hvort hún væri týnd í flugstöðinni. Allt í einu sé ég töskuna mína ( áberandi rauð taska) eina á færibandi sem var ekki í gangi. Það var mikill léttir. Þannig að ég fór út með töskuna og tók leigubíl á hótelið. Þar voru allir og enginn hafði tekið eftir að mig vantaði ..ég fyrirgaf það vegna þess að rúturnar voru tvær og tveggja hæða þar að auki og við vorum eitthvað um 80-100 manns. Eftir að hafa komið mér fyrir og skroppið aðeins á kaffihús niðrí bæ og til baka aftur, var tími til kominn að hafa sig til fyrir árshátíðina. Rúta náði í okkur kl. 17:30 og fór með okkur á stað sem heitir Sejlklubben Frem - Siglingarklúbburinn Fram ef einhver skyldi þetta ekki ;). Þetta var staður sem leigður var út fyrir allskonar skemmtanir.
Árshátíðin var vægast sagt æðisleg...rosafjör og gaman, maturinn góður, stemningin æðisleg, skemmtiatriðin frábær. Dansaði í tvo tíma, frábær diskótekari, en ég djammaði nú svo sem ekkert lengi því ég hafði bara sofið í tvo tíma nóttina áður og var orðin ansi þreytt þegar ég drullaðist heim á hótel um tólfleytið.
Það skeði margt annað skemmtilegt í þessari ferð sem stóð í tvo daga og ég skrifa fljótlega ( mjög fljótlega) meira um það ( td. skemmtileg uppákoma í Kristjaníu) og set inn myndir.
Athugasemdir
vá maður var bara farin að sakna blogganna þinna :D hehe !! frábært að heyra hvað þetta heppnaðist vel - btw - velkomin í óhappahópinn eftir tösku og að týnast málin hehe ;) !!
hlakka til að heyra fleiri sögur :D !!
Sigrún, 26.4.2006 kl. 00:26
Flott síða hjá þér elskan! Gaman að fylgjast mér þér;)
Kv
Svala(feitabolluóléttukúla;)
www.123.is/svalahauks
svalahauks (IP-tala skráð) 26.4.2006 kl. 00:30
jú elskan ég tók eftir að þig vantaði...eða grunaði það, rútan var bara svo hrikalega óþolinmóð!!! -mangó
mangó (IP-tala skráð) 27.4.2006 kl. 20:03
Krúttið mitt , þú ert svo mikið yndi :)
Ester Júlía, 27.4.2006 kl. 23:33
Takk æðislega fyrir mig Ester!.. þetta var bilað skemmtileg helgi!.. svo tökum við ærlega á því á Reunion Einkaþjállfara skólans..
Ásgeir Örn (IP-tala skráð) 28.4.2006 kl. 11:00
Það var ógeðslega gaman :) Verst svo að komast ekki á Reunionið hjá Einkó :( en þið djammið fyrir mig líka :)
Kv.Bára
Bára (IP-tala skráð) 29.4.2006 kl. 14:00
Já Ásgeir..við djömmum ærlega á "the reunion" ;). Og Bára, ógó fúlt að hafa þig ekki með þar :( .. en það verða pottþétt fleiri skipti :D.
Ester Júlía, 30.4.2006 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.