Ekki fjórtán né sextán.

HeKexin3360_386743aHún lítur ekki út fyrir að vera deginum eldri en níu ára!  Annars myndi ég ekki kalla þetta barn "fimleikakonu", frekar fimleikabarn eða fimleikastelpu.

Mér hrýs hugur við allar æfingarnar sem þessi stelpa hefur gengið í gegnum.. Það var þáttur í sjónvarpinu um daginn um kínversk börn sem eru sett í þjálfunarbúðir MJÖG UNG, því miður missti ég af þeim þætti en heyrði talað um hann og lýsingarnar voru skelfilegar.  Börn sett í þjálfunarbúðir tveggja ára, fengu ekki að koma heim til sín í mörg ár og fl. og fl.  Þessi börn fá ekki að vera börn.   

Stórkostleg fimleikastelpa engu að síður!

 


mbl.is IOC rannsakar aldur fimleikastúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innlitsknús

Heiða Þórðar, 22.8.2008 kl. 10:06

2 Smámynd: Ester Júlía

Knús og kreistur til þín Heiða sæta

Ester Júlía, 22.8.2008 kl. 10:10

3 Smámynd: Arnar Steinn

Sæl. Smá athugasemd varðandi það að börn geti verið börn. Það er einfaldlega ekki hægt að bera Kína og kínverskan hugsunarhátt saman við neitt sem við þekkjum hér á Íslandi. Lífsbaráttan er í Kína er mögulega sú harðasta sem til er og foreldrar (með réttu eða röngu) líta á (einka)börnin sín sem stærsta möguleikann í tilverunni fyrir betra lífi. Það er til frasi á kínversku (吃苦 chi ku) sem útleggst nokkurn veginn " að borða biturleika" og er þá átt við að þola mikil harðindi til þess að lífið verði betra og er sú hugsun jafn rótgróin í kínversku samfélagi og sú hugmynd að engin máltíð sé fullkomin án hrísgrjóna. Það er ofboðslega mikið lagt á þessi börn, hvort sem það er íþróttaþjálfun eða skólaganga (6 daga vikunnar frá 0730-1730) en það þykir alls ekki athugavert þar í landi því samkeppnin er svo ofboðsleg, aðeins þeir allra bestu úr hópi hinna bestu geta látið sig dreyma um góð störf eða frama á íþróttasviðinu. Þetta er ekki sambærilegt við fimleikaæfingar á Íslandi til dægurdvalar.

Í 3ja heiminum fá börn sjaldnast að vera börn, þau þurfa oft að vinna frá unga aldri til að aðstoða fjölskylduna og ef börn fá "tækifæri" að komast t.d. í fimleikaskóla, þá er það álitið gjöf frá almættinu sem mögulega leið til betra lífs. Raunveruleikinn er ljótur, en hann er það sem hann er og við verðum einfaldlega að kyngja því og ekki vera í Polly Önnu leik og halda að heimurinn geti verið eins og við þekkjum hann á Íslandi. Við erum mögulega heppnasta fólk á jarðríki, en það virðast fæstir gera sér grein fyrir því.

Arnar Steinn , 22.8.2008 kl. 10:34

4 Smámynd: Ester Júlía

Þakka þér fyrir frábært innlegg Arnar Steinn.  Já við megum svo sannarlega þakka fyrir hvað við höfum það gott hér á landi. 

Ester Júlía, 22.8.2008 kl. 10:41

5 identicon

Flott innlegg hjá Arnari!

Annars finnst mér þörf á því að kanna þetta mál. Ef Kínverjar hafa svikist til um aldur hennar, þ.e. vitandi vits sett hana á leikana þrátt fyrir að aldurslágmarkinu hafi ekki verið náð, þá ber að refsa þeim. Stúlkan er engu að síður ótrúlega flott - það verður aldrei tekið af henni. Ef hún reynist undir þessum löglega ÓL-aldri þá vona ég að hún finni ekki fyrir því - heldur kínverskir þjálfarar.

Knús, kossar og eitthvað ósköp sætt á þig, Ester!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 11:36

6 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Skelfilegt þegar börn fá ekki að vera börn. Bestu kveðjur Ester mín.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.8.2008 kl. 12:37

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Tek undir með Dodda. Það er ekki gott ef stúlkan reynist of ung og er látin gjalda þess. Þá er verið að refsa röngum aðilum.

Arnar Steinn með frábært innlegg og svo sannarlega góða áminningu.

Jóna Á. Gísladóttir, 22.8.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Gísli Torfi

Frasinn " allt í fína í Kína"     já sæææææææl  

Gísli Torfi, 24.8.2008 kl. 21:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband