Mánudagur, 11. ágúst 2008
Mér hefur oft verið hugsað til hennar. (mynd)
Dýragarðsbörnin hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana fyrir um tuttugu og fimm árum síðan, þá líklega um fimmtán ára gömul. Og oft hefur mér verið hugsað til Christiane F. , hvar hún væri niðurkomin. Leitt að lesa að hún sé ennþá í vandræðum þrjátíu árum eftir að bókin var skrifuð.
Mynd var gerð eftir bókinni og var hún sýnd í Regnboganum við Hverfisgötu ( að mig minnir) og var hún með þýsku tali og enskum texta. Sá ekki myndina en las bókina oftar en tvisvar. Lifði mig mjög inní bókina og fann svo til með þessari ungu stelpu sem varð að selja sig aumingjum fyrir heróíni.
Varð glöð að heyra í framhaldi af bókinni að Christine væri laus við eiturlyfin, en nokkrum árum seinna las ég eitthversstaðar að hún væri fallin. Eflaust hefur það verið eilíf barátta hjá henni í gegnum lífið að losa sig frá eiturlyfjadjöflinum.
Þessi mynd af Christine F. var á bókarkápu Dýragarðsbarna.
Christiane F. enn í eiturlyfjavanda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þeir segja að maður sé aldrei laus. Hver einasti dagur sé barátta. Las bókina líka og hryllti við.
Villi Asgeirsson, 11.8.2008 kl. 21:16
Ég las bókin og sá myndina og vinkona mín í Berlin sagði mér fyrir mörgun árum að hún hefði frétt að Chistianne væri fallin aftur. Þetta er sorglegt en við skulum samt vona að einhverjir sleppi frá þessum hryllingi.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 11.8.2008 kl. 22:01
eilíf barátta hjá henni í gegnum lífið að losa sig frá eiturlyfjadjöflinum::::
12 spor AA samtakana koma þarna við sögu og ef maður gerir þau Heiðarlega þá þarf maður aldrei NOTABEN ALDREI að berjast.. þetta er tekið frá manni.... þeir sem eru í baráttu við djöfulinn tapa alltaf..... Þannig er það nú bara.
Eigðu góða daga...
Gísli Torfi, 11.8.2008 kl. 22:22
þessi djöfull er erfiður að losna við . baráttan er erfið.... virkilega erfið ... en þetta er sorglegt með konuna, því eftir allt saman... þá eru liðin svona mörg ár og vandamálin komin aftur. Hlýtur að vera sjokk líka ofan á allt hitt.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 11.8.2008 kl. 23:17
Ég hef horft á þessa mynd allavega tvisvar og vakti hún alla tilfinningaflóruna.Þó mest reiði yfir þessum dj... sem notfæra sér veikgeðja ungmenni.
Solla Guðjóns, 17.8.2008 kl. 12:39
Las þessa bók líka í den........fæ gæsahúð
Einar Bragi Bragason., 18.8.2008 kl. 12:58
Vá ég man eftir þessari bók....
...knús á þig elskan
Heiða Þórðar, 21.8.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.