Föstudagur, 8. ágúst 2008
Sprengjuhótun..
Hvað varð um þessa sprengjuhótun sem lögreglunni (leiðréttið mig ef rangt er með farið) barst um daginn varðandi Hinsegin daga? Ekkert heyrst meira um það?
Ekki laust við að um mig fari kaldur hrollur en kannski á ekkert að hlusta á svona sprengjuhótanir á litla Íslandi.
Ég elska þennan dag, finna aldrei fyrir eins gífurlegri stemningu og gleði eins og á þessum degi niðrí miðbæ, það er eins og allir opni sig - verði glaðir og elski lífið.
Ég verð pottþétt í bænum, sprengjuhótun eða ei ......læt það ekki stoppa mig!!
Áfram Hinsegin dagar........
Ætlaði að setja inn mynd frá Hinsegin dögum í fyrra en fann enga. Fann hinsvegar þessa mynd af brúðarvendinum mínum (hangir í loftinu)og þar sem ég á brúðkaupsafmæli í þessum mánuði ákvað ég bara að setja hana inn
Lækjargötu lokað á morgun vegna hátíðarhalda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Flottur brúðarvöndur og til hamingju með brúðkaupsafmælið Ester mín. En sem betur fer var þessi hótun innihaldslaus, og bara til minnkunnar þeim sem hana setti fram.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 11.8.2008 kl. 10:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.