Miðvikudagur, 12. apríl 2006
Lestu blogg "ófrægra" ?
Hvað er það sem kemur ókunnugu fólki til að lesa bloggið manns? Afhverju skyldi maður opna eitthvað blogg frekar en annað ? 1.) ...Ef "fræg" manneskja á í hlut..jú manni langar nú soldið til að forvitnast um þá manneskju. 2.) Ef fyrirsögnin er sláandi eða forvitnileg, það kemur manni líka til að lesa. En langar eitthverjum til að lesa blogg hjá ófrægri venjulegri manneskju með ómerkilega fyrirsögn í blogginu sínu eins og : - Daddi náði í Þormar í leikskólann , eða - Fór til háls nef og eyrnalæknis eða - Keypti ýsu í matinn.. nær þetta athygli fólks? Ég viðurkenni að ég opna helst ekki bloggsíður ókunnugra nema fyrirsögnin nái athygli minni og oft tekst fólki mjög vel til. Hvað ætti ég td. að hafa í fyrirsögn á þessu bloggi til að það nái athygli sem flestra svo sem flestir lesi bloggið mitt ..hm.. hvað skyldi verða fyrir valinu
Sjáum til...
Athugasemdir
hehe, ég verð nú bara að commenta við þessu bloggi :D hehe !! það er nebbla rosalega margt til í þessu hjá þér .. af hverju nennir fólk að lesa blogg hjá fólki sem það þekkir ekki .. tjah, stór spurning .. ég geri það reyndar alveg oft - en ekkert þar með sagt að ég nenni að kíkja AFTUR á það blogg síðar - en þar sem ég hef rosalega mikinn frítíma, bý í ameríku og hangi ansi mikið á netinu á kvöldin(já ég veit hljómar sorglegt)- þá er ég ansi oft á bloggarölti - og stundum þegar minn daglegi rúntur er búinn þá kannski fer ég á eitt blogg - sem leiðir mig á annað blogg o.s.frv. ..
annars var ég alltaf bara ó"fræg" (enginn er frægur á íslandi hehe) - en svo á einum degi var síðan mín skoðuð 6000 SINNUM og sýnd í tv-inu (skotárás í boston ef þú sást það) - og ennþá eru ansi margir að fylgjast með því bloggi - þannig að ég ákvað að fá mér nýtt blogg hehe !! (getum sagt að ég hafi fengið mínar 15 mín af frægð-án þess að vilja samt)!!
og ástæða þess að ég er að lesa þitt blogg - er bara af því að ég nenni ekki að læra - fór því að skoða forsíðu blog.is og fyrirsögnin heillaði ansi mikið - ég myndi ekki nenna að lesa blogg eins og þú sagðir - daddi náði í þormar í leikskólann og þannig hehe :D and só sorry hvað þetta er ógeðslega langt comment !!!
hafðu það gott :D
Sigrún, 12.4.2006 kl. 23:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.