Er eitthvað að gerast í Geldinganesi??

Hef sjaldan séð eins mikla umferð í hverfinu mínu eins og þegar að götuljósin voru slökkt í kvöld. Nema ef vera skyldi í umferðateppunni sem myndaðist eftir tónleika Rogers Waters í Egilshöll snemma í sumar. Ég og minn maður fórum út að ganga í "myrvuninni" en bílaumferðin var slík að ljósin á bílunum skáru sífellt í augun og sjarminn fór af herlegheitunum.  Mikil umferð var út í Geldinganesið, og þegar maður horfði út í nesið voru bílljósin yfirgnæfandi.  Við mættum fólki sem spurði okkur hvort eitthvað væri að gerast á nesinu en ekki vissum við til þess. Allir hafa greinilega fengið sömu hugmyndina á sama tíma.  

Voðalega er fólk háð bílunum sínum. Er ekki hægt að leggja bílunum í hálftíma og fá sér göngutúr í ró og friði í skugga götuljósanna. Og ekki var að sjá þegar maður horfði yfir borgina að það hefði verið slökkt á eitthverjum ljósum.  Mikil ljósadýrð var yfir borginni og höfnin logaði í ljósum sem aldrei fyrr.   Hugmyndin er góð sem slík , tek ofan fyrir Andra Snæ, en þetta þyrfti bara að skipuleggja betur. 

Það var gaman að labba meðfram sjónum í niðamyrkri ..og sjá varla niður fyrir fæturnar á sér, það var sjarmi yfir því þótt urmull bílljósa hefði lýst manni mikið á göngunni.

Stórgóð hugmynd engu að síður.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég tek undir það sem þú segir. Það voru allof mörg ljós, logandi í gluggum, utan á húsum ,frá bílum og svo framvegis. Ætlaði að blogga um þetta en sé að ég þarf þess ekki. Vonandi verður þetta gert aftur og þá með betri árangri. Bless Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.9.2006 kl. 11:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband