Garðslanga á Miklubraut

Mér tókst að komast stórslysalaust í vinnuna.  Stóð samt ekki á sama á Reykjanesbrautinni um tíma þegar að vindhviðurnar voru þvílíkar að það var eins og bíllinn ætlaði að takast á loft! 

Tókst líka að koma litla stráknum heilu og höldnu í leikskólann, hlupum úr bílnum og þessa stuttu leið inn í leikskólann, ég ríghélt í barnið og hann í mig.

Tók eftir því á leiðinni í vinnuna að það liggja hlutir á víðavangi hér og þar. Sá garðslöngu á Miklubrautinni, hvítan pappa á víð og dreif fyrir utan Hagkaup í Spönginni, stóra bleika (fitball) bolta við Strandveginn í Grafarvogi, brot úr eitthverju sem líktist þakplötu á Reykjanesbraut og fl. 

Sagt er að við mannfólkið höfum lítið sem ekkert veðurminni og það á alla vega við um mig, man ekki eftir slíku fárviðri síðan '84 Tounge


mbl.is Áfram annríki vegna veðurs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Innllitskvittun og ein spurning? hvað varstu að gera á Reykjanesbrautinni darling?

Heiða Þórðar, 14.12.2007 kl. 23:22

2 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Það er langt síðan svona veður hefur komið. Gott að þú komst heil að höldnu.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 15.12.2007 kl. 16:35

3 Smámynd: Ester Júlía

Heiða og Guðjón....ég er að vinna í nýju World Class stöðinni  Hafnarfirði  hálfa þessa viku og alla þá síðustu ... , takk fyrir kvittin vinir mínir ..

Ester Júlía, 17.12.2007 kl. 15:38

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já þetta rok er ekki skemmtilegasta fyrirbæri í heiminum

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 17.12.2007 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband