Föstudagur, 7. apríl 2006
Yngra fólk < eldra fólk, fuglaflensan og góður matur.
'Eg er soldið að velta fyrir mér þessa daganna afhverju sumt ungt fólk sýnir eldra fólki litla sem enga virðingu ? Ég var að tala við eldri konu um daginn sem sagði að það væri algengt að sér væri sýnd lítil sem engin virðing af yngra fólki. Hún sagði að ég ætti eftir að sjá það meira og meira eftir því sem að ég eltist. Ég varð svolítið hissa á því að heyra þetta.
Sjálf hef ég alla tíð borið virðingu fyrir mér eldra fólki, alltaf verið kurteis við eldra fólk og geri mér far um að vera það. Gamla fólkið var einu sinni ungt, vann hörðum höndum og hefur lifað tímanna tvenna. Allir eiga eftir að eldast og líka þetta yngra fólk sem sýnir eldra fólki óvirðingu. Kannski á það eftir að sannast sem sagt er að á endanum fái maður allt saman aftur í bakið. Leitt fyrir þá sem standa sig illa í dag gagnvart sér eldra fólki.
Annars átti ég ágætis dag, borðaði reyndar yfir mig í hádegi á Café Laugum því það var svo rosalega góður matur á hlaðborðinu hjá honum Loga. Lambaprime - sem er framhryggurinn af lambinu, auk meðlætis.
Fuglaflensan er víst á leiðinni með farfuglunum , það er talið víst. Eins gott að alífuglabændur fari eftir þeim reglum sem þeim eru nú settar, svo allt fari nú ekki á versta veg. En það er þó ekki tímabært að fara á límingunum, best að taka þessu með stakri ró sem komið er, þótt þetta séu auðvitað alvarlegar fréttir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.