Núna er ég á sjötta degi á nýju mataræði. Það gengur ótrúlega vel þótt ég sé oft svöng inn á milli. Ég er að borða meira en helmingi minna en ég er vön að gera daglega. Og í dag er ég um 2 kg. léttari en ég var bara fyrir fimm dögum síðan. Þetta er mikið til vatn sem ég er að losa, ég er vön að vera með smá bjúg ( ættgengur ansk. og svo auðvitað mataræðið) en eftir fyrsta daginn í nýju mataræði var bjúgurinn svo til horfinn. Ég sé mikinn mun á mér strax, vöðvarnir að birtast einn af öðrum, vöðvar sem ég sá aldrei en voru þarna. Þetta er miklu minna mál en ég hélt. Málið er að TAKA ÁKVÖRÐUN og hafa eitthvað til að stefna að. Staðfestu er líka gott að hafa, vera ákveðinn í því sem maður ætlar sér að gera. Ég er staðföst svo ég er heppin. Bloggin mín hér eftir fram að keppni munu væntanlega snúast mikið ef ekki alfarið um æfingar, mataræði, keppnina, föt, hárgreiðslu, neglur, brúnkukrem, glimmer, æfingaföt, skó osfr. Það er að ótrúlega mörgu að huga. Og ekki er þetta ókeypis. Eins gott að ég haldi á bikar eftir þessi peningaútlát og eftir allt streðið. Ég hef ekki breytt æfingaáætluninni minni mikið, en hef bætt brennslu við æfingarnar. Arnar mun svo taka þetta allt út á föstudaginn, hann sér þá hvort td. eitthvað mætti betur fara , ef ég er td. að missa of mikið af mér, td. farin að brenna vöðvum , þá breytir hann matarprógramminu + eða æfingaáætluninni. ÉG er ánægð með að hafa ákveðið þetta þó fyrirvarinn sé stuttur, þetta er rosastemning og rosagaman . |
Athugasemdir
Velkomin í hópinn mín kæra, þú átt eftir að rústa þessari keppni jafn glæsileg og þú ert núna, og ennþá tæpar 4 vikur til stefnu . Hlakka til að fylgjast með þér í undirbúningnum og við getum peppað hvor aðra upp þegar súkkulaðilöngunin ætlar mann lifandi að drepa .
Gangi þér vel!!
Ragnhildur Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 08:40
Æðislegt að hitta þig í gær Ragga!! Þú átt sömuleiðis eftir að rústa keppninni!! Díii hvað við erum duglegar! Já nú veitir manni ekki af öllum stuðning sem hægt er að fá . Fylgjumst með hvor annarri og súkkulaði hvað! hehe..ji hvað ég hlakka til að geta fengið mér hvað sem er eftir að bikarinn er komin í höfn!
Gangi þér ROSALEGA vel!!
Ester Júlía, 31.10.2007 kl. 08:46
Þú ert bara flottust - til hamingju með þetta! Stuðningskveðjur frá norðlenskum aðdáanda!!!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.10.2007 kl. 10:24
Mikið ert þú allaf dugleg og jákvæð. 2 kíló það er nú flott.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 31.10.2007 kl. 17:02
Það eru aldeilis læti í þér kona Lang duglegust og flottust
Solla Guðjóns, 31.10.2007 kl. 17:20
Já við fylgjumst með þér ljúfust. Og þú tekur þetta með glans, ekki spurning.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 31.10.2007 kl. 19:45
Ég ætla að fylgjast með þér með miklum áhuga... ekki gleyma að skrifa "dagbók"
Gunnar Helgi Eysteinsson, 1.11.2007 kl. 10:09
Verðuru ekki svakalega geðvond usssssssssss
Einar Bragi Bragason., 1.11.2007 kl. 23:36
Hlakka til að fylgjast með þér í þessu. Gangi þér vel.
Björg K. Sigurðardóttir, 2.11.2007 kl. 21:01
Vá hvað það er langt síðan ég kíkti hingað og ég vissi ekki að þú værir að fara að keppa.. Og bíddu þarft þú eitthvað að skera ég bara spyr!!!! Ég man ekki betur en að þú hafir alltaf verið lang flottust í skólanum! Allavegana gangi þér ótrúlega vel elskan mín og ég kem mjög líklega að horfa á.. þekki nokkra ;)
Knús knús frá Laugarvatni ;)
Drífa
Drífa (IP-tala skráð) 7.11.2007 kl. 20:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.