Miðvikudagur, 24. október 2007
Myndir af þeim öllum - hvað finnst ykkur??
Hver er sá karlmannlegasti? Hér er topp tíu listinn hjá AskMen.com:
Topp tíu listinn hjá AskMen.
1) David Beckham
2) Matt Damon
3) Timbaland
4) Roger Federer
5) Justin Timberlake
6) Daniel Craig
7) Steve Jobs
8) George Clooney
9) Lewis Hamilton
10) Christian Bale
Allt frambærilegir menn en þó... David Beckham er ekki karlmannlegur þegar hann opnar á sér túlann og segir eitthvað misviturlegt. Matt Damon hefur mér alltaf þótt sjarmerandi en þó ekkert voðalega karlmannlegur. Timbaland höfðar bara ALLS EKKI til mín, engir kynþáttarfordómar þó. Roger Federer er mjög sjarmerandi og sætur en ekki nógu KARLmannlegur. Justin Timberlake er of strákslegur. Daniel Craig er myndarlegur en myndi ekki kjósa hann í topp tíu. Hver er þessi Steve Jobs..skrifstofukall? ..Hann höfðar bara alls ekki til mín. George Clooney er svei mér þá sá sem ég myndi kjósa efstan á listann í þessu kjöri, hann er á rétta aldrinum ..(já strákar.. að vera karlmannlegur fylgir viss andlegur þroski líka) hann hefur þennan sjarmerandi þokka (þar með talin kynþokka)sem fær konur til að líða vel með honum - og útlitið hefur hann svo sannarlega. Svolítið gamaldags en útlit sem konur falla fyrir. Ég myndi setja hann nm. eitt á listann. Lewis Hamilton ..Nei. Christian Bale..allt í lagi gaur á alveg heima neðarlega á listanum. MY WINNER : George Clooney!
Hvað finnst ykkur?
David Beckham Matt Damon Timbaland
Roger Federer Justin Timberlake
David Beckham sá karlmannslegasti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég setti nú líka myndir af þeim sem eru í topp 5 og spyr ERU ÞETTA SÖMU MENNIRNIR HJÁ OKKUR?
http://rocco22.blog.is/blog/rocco22/entry/346639/
<a href="/blog/rocco22/entry/346639/">Hvað er karlmannlegt við þessar myndir af mönnunum í top5Stefán Þór Steindórsson, 24.10.2007 kl. 16:47
Gætu verið allt aðrir menn þess vegna . En allir karlmenn eiga sína kvenlegu hlið eins og sannast á myndunum þínum.
Ester Júlía, 24.10.2007 kl. 17:18
Daniel Craig er karlmannlegur og einnig Cloonie. Hinir - ekki svo.
Kristín M. Jóhannsdóttir, 24.10.2007 kl. 17:39
Bwaahahahahaha....David Beckham sá karlmannlegasti !!???? bwahaha....mér finnst hann soddan kelling....væri allaveg NEÐST á mínum lista
Er sko sammála þér með hann George Clooney minn Hann er sko á toppnum hjá mér líka.....svo er ég ALVEG að fíla hann Joaquin Phoenix...gæti étið hann upp til agna....og hélt ekki vatni yfir honum í Walk The Line híhíhí......
Knús til þín sæta spæta
Melanie Rose (IP-tala skráð) 24.10.2007 kl. 17:41
dem ég er ekki á listanum
Ólafur fannberg, 24.10.2007 kl. 22:37
Tvímælalaust Clooney...segir kannski eitthvað um aldur minn
Solla Guðjóns, 24.10.2007 kl. 23:29
Clooney eða Beckham....ekki spurning!
Heiða Þórðar, 24.10.2007 kl. 23:31
Í mínum augum eru David Beckham og Justin Timberlake hálfgerðir guttar. Kannski er þetta af því að ég er nær fertugt en tvítugt, hinsvegar finnst mér George Clooney og Daniel Craig eiga fullan rétt á að vera á þessum lysta.
Sporðdrekinn, 25.10.2007 kl. 01:54
Clooney ...vissi ég ekki! Ætli karlmenn hafi kosið þessa karlmenn? Ef það voru konur þá eru þær alla vega undir 25. Æ Ólafur, ég hefði kosið þig ef þú værir á listanum.
Ester Júlía, 25.10.2007 kl. 22:24
Eva (konan mín) er með "free" kort á Daniel Craig...henni finnst hann flottastur
Gunnar Helgi Eysteinsson, 26.10.2007 kl. 19:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.