Föstudagur, 27. júlí 2007
Ég fékk lánaða þessa bók.
fyrir mörgum árum síðan. Kunningjakona mín fór að vera með hálfgerðum nasista sem vildi endilega lána mér Mein Kampf. Hálfgerðum nasista segi ég, því ég veit ekki hvort hann var hinn fullkomni nasisti eða ekki, maðurinn var alla vega mjög sérstakur og skoðanir hans hneigðust allar í átt nasismans. Hafði víst verið í fangelsi í Svíþjóð.
Hann var vöðvastæltur og klæddist eins og hermaður. Ég sé hann stundum í dag, hjólandi um bæinn á reiðhjóli í herklæðum. Sambandið hjá kunningjakonu minni og þessum manni entist ekki.Enda er ekki búandi með manni sem er svo stjórnsamur að hann nánast handjárnaði kærustuna sína við eldhúsvaskinn.
Bókin var á sænsku og ég blaðaði aðeins í henni en nennti ekki að lesa hana. Hann kom svo nokkrum dögum seinna til að ná bókina. Honum var mjög annt um þessa bók , það var sem hann væri að heimta barnið sitt úr helju.
Verður Mein Kampf endurútgefin? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Jesús minn Ester þetta er með leiðinlegri bókum sem hafa verið skrifaðar. Ekki nóg með að maðurinn hafi verið húmorslaus (skyldi engan undra) heldur er bókin eitt þrugl út í eitt. Fár vitstola manns.
Jenný Anna Baldursdóttir, 27.7.2007 kl. 14:54
Fyrst þú ert ættuð af Snæfellsnesi kemur mér ekki á óvart þó þú hafir ekki heillast af Mein Kampf á sænsku. Vér Snæfellingar höfum aldrei kunnað við Hitler, nema ef til vill einn og einn góður Sjálfstæðismaður - en við látum það nú liggja á milli hluta.
En svo ég nú spyrji: hvaðan af Snæfellsnesinu ertu ættuð Ester?
Jóhannes Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 16:26
Haha..Jenný..ég sá strax að bókn var hrútleiðinleg. Nennti ekki að gefa henni séns einu sinni. . Jóhannes, ég á ættir mínar að rekja til Hellisands. Móðurafi minn ( Þorsteinn Pétursson heitinn) hann ólst upp í húsi sem heitir Ártún ef þú kannast eitthvað við það?? Nei Hitler er ekki á vinsældarlistanum hjá mér
Ester Júlía, 27.7.2007 kl. 16:36
Hæ litli !! (a la Heilsubælið í Gervahverfi) .. jedúd, hvað maðurinn hefur verið spúkí!
Hugarfluga, 27.7.2007 kl. 19:23
Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.7.2007 kl. 19:29
Ég kannst við Ártún á Hellissandi, en því miður hef ég ekki heyrt afa þíns getið svo ég muni.
Jóhannes Ragnarsson, 27.7.2007 kl. 22:00
Gott að hún vinkona þín er laus við þennan ósóma.
Halla Rut , 28.7.2007 kl. 00:58
Það fór um mig þegar ég reyndi að lesa hana á mínum yngri árum. Mér fannst íllur andi fylgja henni.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 29.7.2007 kl. 00:26
Úff ég mun aldrei leggja þessa bók mér til augna hehe..
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 29.7.2007 kl. 11:37
Heheheh, svakalega hefur þetta verið skrýtinn gaur, gott að vinkona þín losnaði við hann! Ekki hef ég áhuga á því að lesa Mein Kampf!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.7.2007 kl. 18:40
Ekki ætla ég að reyna að lesa þessa bók!
En hún er ábyggilega fín bók til að sofna fljótt yfir
mongoqueen, 1.8.2007 kl. 17:54
Ja hérna.. ég ákvað í sakleysi mínu að kíkja og sjá hvað hún Ester mín er að gera þessa dagana og á móti mér tekur blogg um HITLER... Elskan þetta ert alveg þú er það ekki ;) ?
En svona af því að þú ert að tala um hann þá bjó ég nú í Austurríki og lærði sitt lítið um þennan fjanda og það eina sem ég man var brandari sem mér var sagður.. hann er eiginilega svo góður að ég verð að skrifa hann :p
Hitler var á gangi um útrýmingarbúðirnar sínar og ákveður að bregða á smá leik og tekur með sér fullt af gyðingum og biður þá að elta sig uppá háan vegg. Ef þú horfðir niður þá var bara grjót og mjög hátt fall...
Nema hvað að Hitler segir við gyðingana "ok ef þið hoppið hérna niður og lifið af þá eru þið FREE TO GO.....!!" og allir alveg "jey ég meina við erum hvort eð er dauð, alveg eins gott að reyna..." en Hitler setur eitt skilyrði og það er að þau verða að hoppa á þann veg sem hann segir... "út með hendur, haus á undan, á hliðnni og svo framvegis.."
Júbb fyrsti hoppar og deyr.... númer tvö, út með hendur... niður og deyr... svona hélt þetta áfram í dágóðan tíma þar til aðstoðamaður Hitlers kemur og spyr hann.. "HITLER HVAÐ ERTU AÐ GERA??" og þá svarar Hitler "Ég er að spila TETRIS...."
HAHAHAHAH
GÓÐA HELGI ESTER MÍN
KVEÐJA
DRÍFA
Drífa (IP-tala skráð) 2.8.2007 kl. 18:11
Hahahaha jú Drífa elskan, þetta er ég . Veistu, ég reyndi sem ég gat að hlægja ekki að Hitler-brandaranum þínum af því að hann var svo kaldhæðinn en það tókst EKKI!
Ester Júlía, 8.8.2007 kl. 16:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.