Ég þoli ekki golfbíla..

Golfbílar bannaðir!...sem keyra á gangstéttinni!    Og ég ætla að nota tækifærið og pirrast aðeins.  Það sem fer mest í taugarnar á mér við golfbíla er þegar að ökumenn þeirra keyra á gangstéttinni sem ætluð er gangandi vegfarendum þar sem ég ( og fleiri) hleyp iðulega.

Þetta  getur skapað mikla hættu.  Börn og fullorðnir að hjóla, fólk á línuskautum eða að hlaupa.  Eldri borgarar í göngutúr.  Svo kemur allt í einu GOLFBÍLL brunandi eftir gangstéttinni!  Afhverju keyra þeir ekki á grasinu fyrst að það má það??Reyndar er það ekki mjög algengt sem betur fer að sjá golfbíla á gangstéttinni en kemur þó fyrir. 

Leiðinlegt að heyra með konuna sem fótbrotnaði þegar hún varð fyrir golfbíl.  Hvernig ætli það hafi gerst? Bílarnir keyra nú yfirleitt ekki á mikilli ferð. Kannski sá ökumaðurinn ekki konuna og bakkaði á hana. - Er annars bakkgír á golfbílum?  Hef ekki hugmynd. Woundering

 

golfbil

 


mbl.is Kona varð fyrir golfbíl
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er grátbroslegt! En vá ... hvað þetta er skrítið fótbrot - hvað hefur gerst eiginlega??

Og af hverju sleppa menn ekki þessum golfbílum bara?? Labba sér til heilsu frekar á milli högga!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 25.7.2007 kl. 23:41

2 Smámynd: Solla Guðjóns

ert þú að hlaupa á golfvellinum eða eru golfbílar á keyrslu annars stað en þar

Solla Guðjóns, 26.7.2007 kl. 02:35

3 Smámynd: Ester Júlía

Nákvæmlega Doddi . Afhverju sleppa menn ekki golfbílunum  og labba sér til heilsubóta.   Ég nefndi þetta nú eitthverntimann við golfara og fékk vel rökstutt svar til baka. En er búin að gleyma svarinu .

Híhí - auðvitað hleyp ég ekki á golfvellinum en golfbílarnir eru hinsvegara stundum að keyra eftir gangstéttinni ( sem liggur btw fyrir neðan golfvöllinn- langan kafla.)

Ester Júlía, 26.7.2007 kl. 03:01

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Jah það er náttúrulega algerlega óþolandi og ólíðandi

Solla Guðjóns, 26.7.2007 kl. 11:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband