Föstudagur, 15. júní 2007
Benni að meika það..
Frábært hjá Benedikt Erlingssyni! Hann fór heim með þrjár styttur í kvöld! Sigurvegari kvöldsins. Æðislegt! Enda stórkostlegur listamaður.
Ég þekkti Benna þegar hann var fjórtán ára stráklingur "í hestunum" ..stórskemmtilegur strákur og hefur lítið breyst. Þó var hann lægri í loftinu í þá daga, hafði meira hár og röddin var mjórri.
Erlingur Benediktsson var æðislegur, mikið er karlinn skemmtilegur, sonurinn á ekki langt að sækja það. Það var stórgaman að horfa á Grímuna, mjög vel heppnað og létt yfir.
Óska öllum til hamingju sem stóðu að Grímunni og einnig óska ég öllum þeim listamönnum sem unnu til verðlauna innilega til hamingju.
Benedikt Erlingsson var sigurvegari Grímunnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég sá ekki Grímuna.Benedikt er alveg eðal og ábygilega vel að þessu komin
Solla Guðjóns, 15.6.2007 kl. 23:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.