Útskrift og veisla...

Fríður hópur Jæja gott fólk! Nóg búið að vera að gera, er hálfslöpp að blogga en kannski verður maður bara svona á þessum árstíma.  Útskrifaðist sem ÍAK einkaþjálfari sl. laugardag. Hvað maður er stoltur Útskriftin var haldin með viðhöfn í Íþróttaakademíunni Keflavík, snittur og herlegheit.  Þetta var ægilega gaman og mikil stemning.

  Ég var ekki með neitt útskriftarboð (enda búin að halda upp á próflokin) en fékk þrjá blómvendi og svakalega fallegan módelhring frá foreldrum mínum.  Svo á víst ein gjöf eftir að koma.

  Á laugardagskvöldinu var okkur svo boðið í grillútskriftarveislu til Kalla og Önnu mágkonu.  Anna var nefnilega að útskrifast sem tölvunarfræðingur úr HR.Anna DÚX !  Í yndislegu veðri í garðinum stóðu Kalli og Jón Pétur ( danskennari og nágranni)  og grilluðu á þremur grillum. Sætu bræður mínir Þvílíkur dásemdarmatur..grillaðar nautalundir, kjúklingabringur, svínasteik, fylltir tómatar, grillaðar kartöflur, æðislegt salat..ofl. ofl.  Ég vildi vera eiturhress á sunnudeginum svo við drifum okkur heima rúmlega tólf á miðnætti. 

 "Vaknaði líka hálfátta á sunnudagsmorgninum og fór í göngutúr með hundinn Joyful"

Og það kom heil rúta..


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Djöfull erum við góðar maður... búnar með þetta :) Flottar myndir sæta mín :) vildi bara segja hæ og takk fyrir síðustu 9 mánuði :*

 Kveðja

Drífa

Drífa (IP-tala skráð) 11.6.2007 kl. 19:33

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Ummmmm fæ vatn í munninn.Glæsilegt hjá ykkur.

Solla Guðjóns, 11.6.2007 kl. 23:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband