Allsnakinn maður í Öskjuhlíðinni

Jahérna! Ég veit að þetta hefur alltaf loðað við öskjuhlíðina, átti bara ekki von á því að rekast á kviknakinn mann (fyrir utan skuplu um hárið,)  í göngutúrnum mínum í dag í Öskjuhlíðinni.  Hann stóð bara þarna nokkra metra frá mér, allsber, talandi í Gsm- sima.  Ég var með fjögurra ára guttann minn með mér en mér tókst að beina honum frá þem allsbera, áður en hann sá hann.  Á bakaleiðinni gekk ég svo aftur fram á hann, maðurinn stóð upp á smá hól ( örugglega svo hann færi ekki fram hjá neinum) með "allt " lafandi og ennþá að tala í gemsann.  En kannski var Gemsinn bara skálkaskjól, því það er hálffáránlegt að standa kyrr á sama stað jafnvel tímunum saman án þess að virðast vera að gera neitt :).

Ég man vel eftir strípurunum í Öskjuhlíðinni og Miklatúni þegar ég var barn og unglingur.  Ég ólst upp í hlíðunum og við krakkarnir máttum kallast heppin ef við sáum ekki  einn strípaling þegar við fórum upp í Öskjuhlíð eða á Miklatúnið til að leika okkur.  Manni brá oft ansi mikið þegar maður í frakka birtist allt í einu fyrir framan mann og flétti frá ..það gerðu þeir á Miklatúninu, en karlarnir í Öskjuhlíðinni voru yfirleitt bara allsnaktir.

Engin furða að við Olli rákumst ekki á eina einustu kanínu í Öskjuhlíðinni i dag! :Þ


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Gefum okkur það að þú hafir ekki verið með 4 ára guttann þinn.

Þá get ég leyft mér að segja....

Það munaði nú öllu að hann væri með klútinn um höfuðið ;)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.7.2006 kl. 16:09

2 Smámynd: Ester Júlía

HAHAHA ...Já það munaði öllu! Kannski óþarfa athugasemd, var að reyna að hafa þetta eins myndrænt og ég gat..en rétt er það , skuplan reddaði málunum!

Ester Júlía, 24.7.2006 kl. 16:15

3 Smámynd: Pálína Erna Ásgeirsdóttir

Eg var nú aðallega að spá í að hun héldi höfðinu saman. Það lítur út fyrir að vera eitthvert los þar ,)

Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 24.7.2006 kl. 22:13

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Var að lesa bloggið þitt síðan þú varst á Spáni. Vildi ekki hitta þessa kakalakka og kanské ekki þennan bera heldur.En annars held ég að fríið þitt hafi verið gott.Frábært hve Aron dekraði við ykkur öll.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.7.2006 kl. 18:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband