Ferðasagan.....og myndir!!! Endilega kíkið!

Sundlaugagarðurinn

Nú er ég búin að setja inn FULLT af myndum frá spánarferðinni.  Þið bara verðið að kíkja..búið að taka svo langan tíma að setja þetta allt saman inn :o).  Við vorum í tvær vikur á Fuerteventura sem er lítil eyja , 100 km. frá afríku.  Tilheyrir kanaríeyjaklasanum, og er næst afríku af þeim eyjum.  Mér fannst mjög sérstakst að heyra það að ef við hefðum komið til Fuerteventura um og fyrir 1980, þá hefðum við þurft að fara með kameldýrum frá flugvellinum til Corralejo og ferðin með þeim hefði þá tekið heilan dag.   Það er ekki lengra síðan en það :).  Rútuferðin frá flugvellinum til Corralejo tók hins vegar um 45 mínútur.   Það sem er sérstakt við þessa eyju er allur sandurinn sem hefur borist í gegnum áraldirnar frá Sahara eyðimörkinni, og svo þetta endalausa rok sem aldrei varð lát á.  Það lægði ekki einu sinni á kvöldin. 

En rokið tempraði hitann, sólin var eins hátt á lofti og hægt er , beint fyrir ofan hausinn á manni, en hitinn varð aldrei neitt svakalegur vegna vindsins.  En einmitt þess vegna var sólin svo varasöm.  Marga sáum við svo sólbrunna að blöðrur þöktu meirihluta líkamans.  Við byrjuðum á sterkri vörn, ég var reyndar mest með vörn 15 en fór fljótlega niður í vörn 6 og slapp algjörlega við sólbruna.  Olli litli var með vörn 25 fyrstu daganna og hann slapp líka við bruna.  Helgi og Aron hins vegar brunnu báðir soldið illa á fótunum.

Á þessari eyju búa margir blásvartir afríkumenn. Flóttamenn frá Afríku að okkur skyldist.  Lífsbaráttan er hörð í Afríku, og margir freista þess að flýja yfir á bátum til spánar.  Og þá liggur Fuerteventura beinast við.   Þeir sem komast yfir eru heppnir og ekki er hægt að reka þá úr landi. En þeir sem nást á leiðinni yfir, þá er hægt að taka fasta og væntanlega senda til baka til heimalandsins.

Á þeim hluta eyjunnar sem við vorum " í Corralejo" er mikið af englendingum.  Enda var allt byggt á á því, breskir pöppar út um allt, breskur morgunverður..beikon, egg, ristað brauð, bakaðar baunir, HP sósa..sausage...og ég get sagt ykkur það að þetta er ekki það besta sem ég hef borðað.  Allur eða flestur matur var löðrandi í fitu eða olíu.  Það var ekki fyrr en við fórum að borða á kínverskum stöðum sem við fengum mjög góðan og ferskan mat.  Einnig var allt löðrandi í sykri, morgunbrauð með sykri, sykurhúðaðir snúðar..meira að segja sælgætið var velt upp úr sykri..svo var þvílíkt úrvalið af flögum, alls staðar voru til flögur af öllum stærðum og gerðum.  Ég reyndi til að byrja með að borða hollt..en það var ekki það auðveldasta að finna eitthvað sem kallast gæti hollt, meira að segja jógúrtið var þvílíkt sykurbætt.  Svo ég gafst fljótlega upp á því og missti mig í óhollustuna.  Því eitthvað varð ég auðvitað að borða:).  Aron elskaði fæðið..hehe.hann er líka sautján ára og honum leið eins og í paradís..en Olli litli borðaði bara alls ekki neitt. Það var sama hvað maður bauð honum, hann vildi ekkert borða.  En strax fyrsta daginn eftir að við komum heim, bað hann um hafragraut???!!!. 

Það var dýrt á Spáni..mér skilst að það sé sama hvar maður sé á spáni, allstaðar er dýrt. Það kom mér á óvart að fríhöfnin á Fuerteventura var RÁNDÝR..vörurnar voru miklu dýrari en í bænum sem við bjuggum í , og mikið dýrari en í fríhöfninni heima.   Við erum líka ákveðin í því að næst skal farið til Tyrklands eða á einhvern stað þar sem er ódýrt að borða og versla.  

Strendurnar á Fuerteventura eru glæsilegar.  Mjög hreinar og sjórinn þvílíkt hreinn og tær. Mikið rok svo öldurnar voru stórar og skemmtilegar.  Mikið um allskyns vatnasport, strákarnir ( og ekki síst Helgi) misstu sig á brettum úti í sjónum.  

Ég hinsvergar dýfði rétt tánum í sjóinn..hehe..ja ég fór alla vega ekki langt útí, rétt upp að mitti, ég nefnilega elska að liggja á sólbekk með drykk í hendi..og líða eins og prinsessu :o)

Aron var hreint yndislegur í ferðinni, hann hugsaði um Olla eins og hann  ætti hann sjálfur,  keypti handa honum dót - fyrir sinn pening, svæfði hann á kvöldin..ja dekraði þvílíkt við barnið og okkur auðvitað í leiðinni.  Hann var líka í því að kaupa óáfenga kokkteila á barnum við sundlaugina og færa okkur ... - San fransisco var vinsælastur.

Sundlaugagarðuinn var fallegur, góðar laugar, barnalaugin grunn og engar áhyggjur þurfti maður að hafa af barninu þar.  Íbúðirnar voru einfaldar en snyrtilegar.  Við vorum samt sem áður óheppin með það að fyrsta daginn rákumst við á hálfdauðann risakakkalakka í íbúðinni og annan daginn RISAkónguló..ég hef bara aldrei á ævi minni séð annað eins kvikindi.   Meira að segja Helgi sem hefur nú aldrei verið hræddur við nokkurt skordýr, átti í mestu vandræðum með að þora að leggja í hana.  Enda reyndist hún kröftug í mesta lagi!! "hrollur".  Þriðja daginn rákumst við á enn einn kakkalakkann..sprelllifandi á veggnum inni í íbúðinni.  Það var svo skrýtið að þessir kakkalakkar birtust bara allt í einu fyrir augunum á manni..þetta var engin smástærð á þeim, eflaust spruttu þeir bara út úr veggjunum eða eitthvað??

Ég var ekki alveg nógu ánægð með staðsetninguna á íbúðinni, íbúðirnar voru byggðar í hring í kringum laugina og við vorum í fjórðu röð frá sundlauginni.  Ansi langt frá lauginni og lobbíinu.  Ég gerði tilraun til að fá að skipta um íbúð en það reyndist erfitt og þá ákvað ég að sætta mig bara við þetta. 

Yndisleg ferð í alla staði, hitinn frábær..nema reyndar að mér var yfirleitt kalt á kvöldin þar sem að sólin settist en vindinn lægði ekki.  Ég er reyndar algjör kuldaskræfa, heyrði aldrei neinn annan kvarta um kulda:).   Varð að hlaupa inn í búð og kaupa mér peysu eitt kvöldið ..ójá.

Við fórum ekki í neina skipulagða ferð með ferðaskrifstofunni, hinsvegar leigðum við bíl og keyrðum aðeins um eyjuna, í gegnum fullt af litlum sætum þorpum.   Fórum líka í stærsta bæinn á eynni, sem heitir Puerto del Rosario og þar heimsóttum við nýtt moll..með öllum helstu tískubúðunum, Jack and Jones, Zara, Mango, Intersport og fl.  Við keyptum nú ekki mikið en eyddum helst of miklum tíma þarna inni því það er alltaf gaman að skoða. 

Frábær ferð en samt var rosagott að komast heim í menninguna, hreint og tært vatnið úr krananum, gott brauð, góður matur, hreint loft...ooo já heima er sko best!   Það fyndna er að ég er búin að liggja í sólbaði frá þvi að ég kom heim:), ekki átti ég von á svona góðu veðri um leið og ég kæmi heim.  Enda var ég búin að lofa að koma með sólina með mér frá spáni..

 ..og stóð við það!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ERTU EKKI AÐ GRÍNAST MEÐ HVAÐ ÞETTA ER LÍTIÐ LAND!!!! var að skoða myndirnar og sá að þið kynntust Ödda og Hrönn! ÖDDI ER BRÓÐIR MINN!!! hahahah!!! sjitt fyndið :D

annars stórskemmtilegt blogg og æðislegar myndir :D !! hefur greinilega verið frábær ferð (alltaf samt eitthvað sem maður getur sett út á hehe) og man þegar ég og mamma fórum til spánar í fyrra - við þurftum að glíma við ansi marga fljúgandi kakkalakka í íbúðinni okkar á 7.HÆÐ!!!

en til hamingju með að hafa náð sólinni með þér til íslands hehe :) knús knús :)

Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 22.7.2006 kl. 11:57

2 Smámynd: Ester Júlía

VÁÁÁ........hvað þetta er fyndið!!! Er ÖDDI bróðir þinn...híhíhíhí!! Heldur betur lítið land!! Eða öllu heldur, lítill heimur ;). Frábært!! Og takk fyrir að kíkja alltaf á síðuna mína, mér þykir vænt um það :D, KNÚS til baka :)).

Ester Júlía, 22.7.2006 kl. 20:01

3 identicon

Hæ skvís!
Gaman að skoða myndirnar, rosa flottar. Gaman að sjá Aron vá hvað hann er orðinn stór og ekki smá sætur:-).
Núna er pabbi og Aron minn á Tenerif (kanary klasanum). Fékk sms og það er víst geggjað og ótrúlega fallegt þarna.
Ég hefði ekki getað sofið rótt vitandi af skrímslum í íbúðinni minni ðekkkkk er svo pödduhrædd:-O.
Ég þakka fyrir mig og skemmtileg ferðasagan hjá þér Ester mín....fottur penni og flottur kroppur:-)
knús frá Svíðþjóð

Guðrún Olga (IP-tala skráð) 23.7.2006 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband