Miðvikudagur, 23. maí 2007
Lúkas er BARA sætur!
Allt gengur þrusuvel með Lúkas. Hann er búin að fá að fara út með ól og taum ..og það var sko fjör! Hljóp og hljóp og varð að skoða hvert strá!Simbi leikur við hann þegar að hann nennir ..annars stekkur hann upp á stól þar sem Lúkas getur ekki náð til hans. Setti Lúkas í "bað" í dag , notaði bara vatn og smá næringu í feldinn. Prófaði að blása hann svo með hárblásaranum ..æi hvað hann var hræddur greyið. En það er best að byrja á þessu sem fyrst til að venja hann við. Eftir baðið leið honum voðalega vel, hreinn og fínn. Fyndið, hann fer öðru hvoru inn til Olla og nær sér i dót.. er búin að fylla stofuna af dóti Hann er algjört æði þessi hvolpur, liggur í þessum skrifuðu orðum á öxlinni á mér og steinsefur!
Athugasemdir
Lugas er megakrútt!
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.5.2007 kl. 23:54
Æ hvað þetta eru sætar myndir. Simbi er svo virðulegur og Lúkas sætur. Ætli að hann sé að safna dótinu?
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.5.2007 kl. 09:57
Vá, hann er æði!!! Og kötturinn líka .. sorrí, karlinn er ekkert ljótur heldur ... voffi er bara sætastur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.5.2007 kl. 10:50
Æj hann er æðislegur! Simbi líka sætur, má víst ekki skilja útundan :þ
Ragga (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 11:13
Mmmmm knúsirúsipúsi (og nefið langt niður í feldinn (ahtjúh)) Yndislegur hann Lúkas og líka hann Simbi (má ekki gera hann abbó)
bara Maja..., 24.5.2007 kl. 11:39
Já hann er algjört krútt þessi elska. Og flottar myndir.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.5.2007 kl. 20:45
Krúsílíusar
Gerða Kristjáns, 25.5.2007 kl. 22:16
Heldur betur myndarleg fjölskylda
Solla Guðjóns, 25.5.2007 kl. 22:23
Með fullri virðingu fyrir gæludýrunum þá eru borðstofustólarnir og borðið meiriháttar!
Heiða Þórðar, 27.5.2007 kl. 14:45
Lúkas er æðislegur. Til hamingju með hann.
Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 28.5.2007 kl. 10:52
Takk fyrir okkur
Og Heiða ..takk kærlega fyrir .. já ég er bara nokkuð ánægð með borðið og stólana
Ester Júlía, 30.5.2007 kl. 09:55
öll æði
Ólafur fannberg, 30.5.2007 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.