Mánudagur, 21. maí 2007
Loksins blogg..Lúkas kominn heim!
Loksins gef ég mér smá tíma til að blogga! Eins og ykkur hefur væntanlega grunað þá er ástæða bloggleysisins sú að Lúkas er auðvitað kominn! Prófin búin, kláraði á laugardaginn og held bara að mér hafi gengið ágætlega. Þori samt ekki að vera of bjartsýn strax. Þvílík sæla að vera búin í skólanum!
Við lögðum svo af stað upp úr hádegi austur og gáfum okkur tíma til að borða á "Við fjöruborðið á Stokkseyri. Humarinn þar er þvílíkt góður! Slurp! Olli fékk sér nú bara franskar og svo eftir matinn var komið með blauta heita þvottapoka og varð Olli ekkert smá hissa - "mamma, hvað á að gera við þetta"?
Komum seinnipartinn á Hvolsvöll og það var svo gaman að sjá Lúkas. Hvolparnir voru í hundagrind inni í stofu og Lúkas var fyrsti hvolpurinn sem kom til mín , hvort sem það var nú tilviljun eða ekki. Alla vega þá skemmtileg tilviljun. Þeim var svo hleypt út að kúka og Lúkas gerði stykkin sín eins og vel siðaður hundur ekki nema níu vkna gamall! Hann var hreinn og fínn enda hafði hann farið í bað um morguninn, ilmaði svakalega vel , var mjúkur og fínn .
Ég hafði hann í búri á leiðinni í bæinn en hélt á því og hafði hendina inni í búrinu. Ferðin heim gekk rosalega vel, og þó að lúkas hafi ekki sofið nema smá hluta af leiðinni þá var hann mjög rólegur og leið vel.
Fyndið þegar við komum heim, ég setti búrið á gólfið , Lúkas sem hafði setið uppi í búrinu , lagðist nú niður á framfæturnar , lagði hausinn niður og horfði á mig og vældi. Þá var hann svona hræddur. En var fljótur að skipta um skoðun, og labbaði út að skoða. Sá Simba og hljóp i hann , nú skyldi leikið! En Simbi var nú alldeilis ekki til í það, enda virðulegur eldri köttur. Hann hljóp af stað með hvolpinn í afturfótunum, stökk upp í rúm og þar fékk hann að vera í friði.
Ég hleypti Lúkasi út í garð og þar gerði hann stykkin sín .. ég er ekkert smá stolt af honum! Og auðvitað er honum hrósað þvílíkt fyrir í hvert skipti. Hann er alveg búin að venjast heimilinu , þessar tvær nætur sem hann hefur verið hjá okkur hefur hann sofið alla nóttina. Vaknaði reyndar rétt fyrir fjögur í nótt, ég fór með hann út í garð þar sem hann gerði stykkin sín aftur og svo fór hann beint að sofa aftur. Svaf til hádegis. Ég fór að vinna klukkan sex í morgun en Aron er hjá hvolpinum og verður þar til ég fer í sumarfrí.
Ég fór með Lúkas með mér að ná í Olla á leikskólann í dag. Hafði hann innan undir úlpunni þessa tveggja mínútna leið sem tók að labba þangað. Og hann skalf og nötraði greyið, var svo hræddur. Enda bara pínkulítið hvolpagrey. Ný lykt og allt svo nýtt.
Kisi og hvolpur eru að venjast..Simbi hefur svolítið verið að sýna Lúkasi að hann ræður og slær til hans með framfótunum ef Lúkas gerist of kræfur. En hann setur ekki klærnar í hann, maður sér alveg að hann gerir sér grein fyrir að hér er óviti á ferð. Hann er þó farin að leyfa hvolpinum að nálgast sig alltaf meira og meira..hleypur ekki í burtu eins og fyrst. Lúkas er þó alltaf að reyna að fá Simba í leik en ég held að það verði nú seint .
Læt þetta duga að sinni. Kíkið endilega á myndaalbúið.."Lúkas kominn heim"
Smá viðbót: Á dauða mínum átti ég von en Simbi er farinn að leika við Lúkas!!
Athugasemdir
Til hamingju með litla krúttið. Hann er óleyfilega sætur og kjút.
Jenný Anna Baldursdóttir, 21.5.2007 kl. 21:43
Sæta kríli að ógna hefðarkettinumSkemmtieg færsla um skemmtileg og dýr.
Solla Guðjóns, 21.5.2007 kl. 22:24
til hamingju með krílið.. og takk fyrir síðast :)
Svava kroppatemjari (IP-tala skráð) 21.5.2007 kl. 23:14
Oh mig langar svo mikið aftur í hund ... Lúkas er algjör dúlla ... myndirnar eru yndislegar!! Voff voff og til ykkar! (og auðvitað smá mjá líka, þar sem ég átti nú einu sinni ketti sjálfur ... )
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 00:08
Eins gott fyirir Simba að halda virðingarstöðu sinni. En havað Lúkas er sætur og það er gaman fyrir Olla að hafa hann. Nóg að gera hjá þér með litla kvutta Gott að hann er orðinn heimavanur stax. Til hamingju með prófin.
Í Rússlandi fengum við alltaf balut stykki. fyrst hélt ég að þau væru til að þvo sér efirt mat en auðviað voru þau til að þvo af sér göturykið,.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 22.5.2007 kl. 11:09
Til hamingju að hafa fengið Lúkas heim
Ragga (IP-tala skráð) 22.5.2007 kl. 11:23
Yndislegur er hann Lúkas. Innilega til hamingju
bara Maja..., 22.5.2007 kl. 12:20
Æjjj þvílíkt krútt !!
Gerða Kristjáns, 22.5.2007 kl. 21:16
æi, þú ert alltaf jafnmikil dúlla
Heiða Þórðar, 23.5.2007 kl. 00:33
hann er svo sætur...til hamingju með hann
Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.