Miðvikudagur, 9. maí 2007
BRAZILIAN VAX..hégómi eða algjör snilld!
Brasilian Vax. Tröllríður þjóðinni. Það er engin kona með mönnum ef hún hefur ekki farið í Brasilian Vax. (Og leggið þá merkingu í orðin sem þið viljið.)
Miða við þær lýsingar sem ég hef heyrt af því hvernig þetta er framkvæmt, þá verð ég að segja að þetta freistar mín ekki mikið....ekki mjög að minnsta kosti.
Berrössuð með heitt vax á viðkvæmum stað . Vaxið er svo látið kólna og svo er allt heila klappið rifið upp með rótum. Konurnar fá munnstykki til að bíta í á meðan svo þær öskri ekki þakið af snyrtistofunni. ( nei kannski ekki, en ágætis hugmynd)
Hitti eina í dag sem var nýkomin úr þessu vaxi. Hún sagðist vera hálfhjólbeinótt eftir herlegheitin en væri alsæl með að vera orðin hárlaus. Þetta dugar í svona fjórar vikur sagði hún svo og brosti hringinn.
Sko ég sé ekkert flott við það að vera hárlaus þarna niðri eins og tíu ára barn. Og mér finnst þetta duga stutt miða við þá kvöl sem konur þurfa að ganga í gegnum til að öðlast hárleysið. En af því að ég er svo nýjungagjörn og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt þá langar mig SAMT til að prófa.
PLEASE SANNFÆRIÐ MIG UM ÁGÆTI BRASILIAN VAX!
Nei vá! Hvar léstu gera þetta??
PS. Þetta er víst orðið vinsælt hjá karlmönnum líka.
Athugasemdir
jemin eini. Man eftir Þætti um þetta á Sex in the city, ég held að þær hafi ákeðið að sætast við brúskinn og hætta þessu bulli, man ekki alveg, eða þegar Samantha fann grátt ´hár neðan beltis og litaðið það, og það varð trúða rautt Komon stelpur..skulum ekki fara út í öfgar.
Linda, 9.5.2007 kl. 00:27
það þyrfti vopnavald til að koma mér í kynni við vax hehehe
Ólafur fannberg, 9.5.2007 kl. 08:24
Beuty is pain. Nei í alvörunni þá finnst mér eitthvað sjúkt við að konur líti út eins og smábörn fyrir neðan mitti. Ógeðslegt!
Jenný Anna Baldursdóttir, 9.5.2007 kl. 10:33
Mæli með Ragnheiði á Facial (Tony and guy)
Svava (IP-tala skráð) 9.5.2007 kl. 20:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.