Amman 38 ára og langamman 56 ára

Kisa amma Þetta var mamma mín og amma!  Og ég er sökudólgurinn Blush.  Sæi ég ömmu mína í anda hafa átt von á barni á þessum aldri....ónei.  Amma var hundgömul 56 ára í tvítugum augum mínum.  En núna þegar ég er þroskaðri og veraldarvanari þá sé ég að hún var bráðung á þessum aldri. 

Hvernig ætli ömmu hafi liðið að verða langamma 56 ára gömul?           Í kvöld var sagt frá 54 ára íslenskri konu sem er ólétt af fyrsta barninu sínu.  Komin sjö mánuði á leið.  Ég missti af þessari frétt en frétti það annarsstaðar.  Hlakka til að heyra meira af þessri konu. Sú hlýtur að vera hamingjusöm að eiga von á fyrsta barninu sínu.

  Ég veit ekki hvort þetta barn kom undir á "eðlilegan" hátt eða hvort það var eitthvað hjálpað til.  Þá meina ég glasa..lyf og þess háttar.  Ég gleðst með þessari konu, það er yndislegt að verða mamma og mjög sérstakt í fyrsta sinn.  

 Þegar ég var með eldri strákana mína á leikskóla þá var ég meðyngstu mömmunum þar.  Núna er ég með elstu mömmunum á leikskóla yngsta stráksins.  En samt ekki. 

Ég finn ekkert fyrir því að vera mamma í eldri kantinum þar sem að mjög margir foreldrar í leikskólanum eru á svipuðum aldri og ég.  Fólk er farið að eignast börn fram eftir öllum aldri.  Ég var á 36. ári þegar ég eignaðist þann yngsta.   Ég ætla að láta það duga.   Nú er komið að því að fá sér hvolp.

Hm... amma mín  á séns á að verða langalangamma ...þarf að segja drengjunum mínum að drífa sig..og þó.. ...kannski ekki svo góð hugmynd...þá verð ég nefnilega amma Undecided

Gæti hafa verið amma mín

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

kvittós

Ólafur fannberg, 8.5.2007 kl. 08:04

2 identicon

Sæl. Rakst á þessa fínu síðu þína á netrúntinum mínum. Mig langar mikið til þess að fá smá álit hjá þér þar sem þú hefur bæði reynslu úr Einkaþjálfaraskóla WC & Einkaþjálfaranáminu í akademíunni. Málið er að ég stefni í einkaþjálfarann næstkomandi haust og er Einkaþjálfaradámið í akademíunni að heilla mig meira sem stendur, en núna langar mig til að spyrja þig hvorn skólann mæli þú með, eða er mælt með, hver er munurinn á þessum skólum?

kær kveðja jóhanna elín m.

jóhanna elín (IP-tala skráð) 8.5.2007 kl. 09:21

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Æi svo dúllulegt Ester.  Það er rosa skemmtilegt að verða amma vittu til.

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.5.2007 kl. 09:42

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mikið samgleðst ég þessari konu. Barnið verður í góðum, þroskuðum höndum. Margar ömmur á þessum aldri hafa alið upp barnabörnin sín og komið þeim vel til manns. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.5.2007 kl. 20:06

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 10.5.2007 kl. 04:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband