Ég elska súpur..

lobster-luxury1Fór í Hagkaup í gær sem er ekki í frásögur færandi.   Þegar ég fer í búðir og ekki síst Hagkaup þá á ég það til að eyða of miklum tíma í að lesa aftan á umbúðir og skoða nýjar vörur og fleira sem er tímafrekt og óþarfi.    Ég var í sérstöku eyðatímanumstuði í gær, ( átti að vera að læra) og tók upp hverja vöruna á fætur annarri og las og las. 

 Ég var nú komin að frystinum og þar tek ég upp poka af smáhumri.  Las aftan á pokann og þar var þessi snilldarinnar uppskrift af humarsúpu.  Svo mér datt í hug að elda hana í Sunnudagsmatinn. Nú var gaman..loks tilgangur. 

Hljóp út um alla búð að leita að hinu og þessu sem átti að fara í súpuna.  Fann hvergi Estragon .. ogestragon1 fann því starfstúlku sem ég ákvað að spyrja.

Ég :  Veistu hvar ég finn Estrógen?

Starfstúlkan:  hm... er það ekki hormón?

Ég:  Nei það er krydd. 

Hún:  Ja..ertu búin að gá í kryddhilluna?

Ég : já og ég finn þetta ekki.

Starfstúlkan kíkir í bækling sem hangir á hillunni og finnur það loks..

 Hún : Það heitir Estragon.

Ég roðna og rek upp tíst ( átti að vera hlátur) segi :   ó auðvitað, ég ruglaðist -  Estrógen ER auðvitað kvenhormón ( reyni að hljóma gáfulega).

Stelpan fann ESTRAGON í hillunni og rétti mér.  Ég þakka kærlega fyrir og held áfram leiðangrinum og klára innkaupin.  

Það var gaman að elda súpuna.  Fékk kallinn með mér í að taka skelina utan af humrinum og það var tilbreyting  þar sem hann er yfirleitt (alltaf)  sófadýr á meðan ég elda.   Smá tíma tók að ná skelinni af en við fundum að lokum réttu leiðina og þá var þetta ekkert mál.    Fiskkraftur, Mysa, hvítlaukur , smjör, hunangsdionsinnep, rjómi , sýrður rjómi, gulrætur, ESTRAGON, salt og pipar..ilmurinn var guðdómlegur.  Hvítlauksbrauð í ofninn.   800px-Lobster_bisque

Þarf ég að taka það fram að súpan var geggjuð!  Þetta var svona súpa sem maður getur ekki hætt að borða , svona eins og kjötsúpa.   Ég fékk mér aftur og aftur á diskinn.  Kallinn var löngu sestur á sinn stað í sófann.

Kom svo með stóra plastskál með loki til að setja afganginn í ( hann er svo skipulagður), lítur ofan í pottinn og segir að það sé of mikið eftir til að það komist í skálina..fáðu þér tvo diska í viðbót elskan, þá passar þetta.     Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hehe ég átti erfitt með Estragonið eftir að ég flutti frá Svíþjóð.  Það er mitt uppáhalds krydd og kallast Dragon í Sverige.  Tók mig einhver ár að hætta að kalla það EstróGEN!

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.5.2007 kl. 09:01

2 Smámynd: Ester Júlía

Hahaha..gott að vita að fleiri eiga í vandræðum með genin ..eða hormónana  En þetta krydd  kallast sem sagt DREKI í Sverige? 

Ester Júlía, 7.5.2007 kl. 09:17

3 Smámynd: Ólafur fannberg

hahahha innlitskvitt frá púkanum...

Ólafur fannberg, 7.5.2007 kl. 09:24

4 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Hahahaha, ég vinn í búð og það er alveg ótrúlega algengt að fólk ruglist á estrogeni og estragoni. Þetta hefur skapað mörg fyndin atvik.

Björg K. Sigurðardóttir, 7.5.2007 kl. 09:37

5 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Umm Namm namm. Vildi að ég hefði fengið smá. Bráðfindiðmeð Estógenið. Hefði getað komið fyrir mit.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 7.5.2007 kl. 17:18

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Dásamleg mismæli hjá þér. Maður þarf að prófa svona súpu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.5.2007 kl. 18:41

7 Smámynd: Drilla

isssss estrógen - estragon..... potato -poteito

Drilla, 7.5.2007 kl. 22:43

8 identicon

Bwhaha....snilli þú  Ohh hvað ég hefði verið til í að vera í mat hjá þér,ELSKA humarsúpu ! Hljómar allavega girnilega hjá þér  

Melanie Rose (IP-tala skráð) 7.5.2007 kl. 22:44

9 Smámynd: Solla Guðjóns

Bogamaður  Humarsúpa slef...vantar græðgiskarl hér

Solla Guðjóns, 10.5.2007 kl. 04:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband