Árshátíð og ræktin

Þögull sem gröfin  Hvernig byrjar maður nýja bloggsíðu..hvernig byrjar maður að blogga?   Ekki hugmynd, skrifa því bara það sem mér dettur í hug.   Koss.  Flott helgi að baki, var á árshátíð hjá MEST á hótel Selfossi, bara gaman, á hverju borði var td. miði með nafni eitthvers lags, við fengum "Fatlafól" og áttum því að fara upp á svið og syngja það, og það var ekkert smá gaman!  Allt í einu var ég bláedrú manneskjan, komin með mígrófóninn í hönd og söng hástöfum :

 

Fatlaðfól fatlaðfól ,

akand’um í tíu gíra spítthjólastól

ók loks í veg fyrir valtara

og varð að klessu ojbara

þeir tók’ann upp með kíttispaða

og sett’ann beint á þjóðminjasafnið

Kom sér vel að ég man textann vel ( reyndar ekki erfitt að muna) eftir að hafa sungið þetta nánast stanslaust á þingvöllum um verslunarmannhelgina árið nitjánhundruðáttatíuogeitthvað. 

Líst þrusuvel á þetta fyrirtæki, fólkið sem vinnur þarna alveg meiriháttar hresst og skemmtilegt. 

Kom við í Þorlákshöfn og keypti mér skó á heimleiðinni ..stelpa á netinu sem var að selja skó.. ég er alltaf svo "sniðug" segir mamma alla vega, Saklaus og ég held reyndar  að ég hafi gert frábær kaup í þetta skiptið. Geðveikir glænýjir skór á lítinn pening!  Fórum svo í hveragerði á kaffi Kidda Rót , fengum okkur Latte og svo í sundlaugina á Laugaskarði sem er BESTA LAUGIN á landinu!  Svo var náð í Olla heim til tengdó, gaman að sjá litla snúllan okkar, ekki oft sem hann fer í næturpössun. 

Var að vinna í gær laugardag, allt önnur stemning á laugardögum heldur en á virkum dögum, allir miklu afslappaðri, minna stress í gangi.  Mér finnst alltaf gaman í vinnunni, vildi samt að ég hefði meiri tíma til að æfa sjálf, er allt of löt við að mæta fyrir vinnu og æfa Skömmustulegur.  En ég nota hvert tækifæri sem gefst.  Er alvarlega að spá í að taka þátt í Fitness í haust, það gefur mér líka spark í rassinn að vera dugleg að halda mér í formi..hehe.. ;). Gaman að spá í þvi hvernig fólk æfir, það er til fólk sem mætir 2-3 í viku og fer alltaf sömu rútínuna, hitar upp í tíu mín. fer svo í sín venjulegu 5-6 tæki og   svo aftur á brettið og gengur í tuttugu mín.  Svo er fólk sem mætir á hverjum einasta degi og tekur virkilega vel á því , svitnar brjálæðislega og pumpar vöðvana gífurlega, þetta fólk er með stíft prógram  , 4-5 skipt fyrir vöðvahópana, fer svo á brettið og klárar sig alveg þar í 40-50 mín.  Þetta er hvort tveggja gott og blessað, fólk finnur æfingaáætlun við sitt hæfi.  Svo er til fólk eins og ég sem notar hvert tækifæri til að æfa en í stuttum rútínum  , oft hef ég td. bara fimmtán mín og nýti mér þær frekar en að sleppa því.  Reyndar bý ég vel að því að vinna á staðnum, ég hefði ekki nennt að mæta í ræktina til að æfa í fimmtán mín. en ef ég væri ekki að vinna á staðnum þá hefði ég annað skipulag á , lengri æfingar , færri skipti.  Þetta æfingaplan virkar vel  fyrir mig, líkami minn hefur greinilega aðlagast þessari rútínu því þetta virkar.  Hef alltaf verið hálflöt að "brenna" en ákvað að breyta því og "brenni núna 4-5 sinnum í viku.  Skornari og flottari vöðvar..eller hur ?? 

Nenni ekki að blogga meira í dag, ætla að fara bráðum að leggja mig, svaf lítið í fyrrinótt. Svalur

Eitt enn:  Kvitta í gestabókina takk!   KossKoss

 


Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband