Hvað "rekur" fólk á skemmtistaðina?

Djamm í gærToungeTvöfalt þrítugsafmæli, vinnufélagar hans Helga sem héldu upp á þrítugsafmæli saman.  Afmælið var haldið í sal á Thorvaldsen, mjög huggulegt og fínt.  Á miðnætti var opnað á milli og fólk streymdi inn.. karlar í konuleit og öfugt. Ég var að hugsa um að djóka smávegis í körlunum og ganga að einum og spyrja: Ertu einhleypur ?  " já já hefði maðurinn sagt , spenntur  í röddinni.  - Ekki ég, hefði ég þá sagt..og labbað að mínum heittelskaða glottandi.  Oj hvað ég er með saurugan hugsunarhátt!  Sexy date Nei svona í alvöru talað þá var þetta bara nokkuð sem mér datt í hug en hefði aldrei framkvæmt.  

Annars finnst mér þessi konu og karlaleit á skemmtistöðunum ekki eftirsóknaverð.  Hálfsorglegt bara.  Sumir fara helgi eftir helgi á skemmtistaðina með það sama í huga. Að næla sér í maka, hjásvæfu.. Og svo spennan daginn eftir eða dagana á eftir..hringir hann , hringir hann ekki ? Að þora varla að víkja frá símanum af ótta við að missa af símtali frá "mister right".  Svo hringir hann ekki og það er spjallað  við vinkonurnar og gæinn úthúðaður á allan mögulegan máta.  Glataður!  Ömurlegur gæi!

Hvað heldur hann eiginlega að hann sé?   Svo sér maður hann á sama skemmtistað helgina á eftir og þá forðast hann mann eins og heitan eldinn.  Maður verður brjálaður, og rýkur að gæjanum og spyr hvað hann sé eiginlega að spá???  Gæinn er kúlið uppmálað og segir blákalt að þetta hafi verið gaman á meðan á því stóð en hann sé ekki tilbúinn í samband.  Kvöldið ónýtt!   Hvaða kona hefur ekki lent í eitthverju svipuðu?   

  Makaleit á ballstöðum er ekki eftirsóknanverð.  Ég las í eitthverju tímariti fyrir allmörgum árum að það sem dregur fólk út á lífið sé kynhvötin.  Ég held að það sé nokkuð til í því.  Alla vega ef maður er einhleypur. 

vanlíðan

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hahaha......sooo true ! En reyndar er ég ekkert mikið fyrir kallaleit á djamminu. Ég fer til að fá mér *smá* í glas og DANSA !!  íhaaa....

Knúskvitt

Melanie Rose (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 17:40

2 Smámynd: Heiðrún Klara Johansen

hmm... já ég fer enmitt út að djamma til að fá mér karl.. hahaha... Mest því mér finnst skemtilegt að daðra og kynnast öðru fólki. Því miður er það þannig að fólk þorir að tala meira ef það er komið aðeina í glas. En mér finnst leiðinlegt og forðast stráka sem eru orðnir of drukknir. Og hössl seint að kvöldi eða á maður að segja snemma morguns er aldrei neitt annað en leit af one night stand.  Svo maður er svona farin að fatta typunar sem eru bara að leita af einu.

:)

Heiðrún Klara Johansen, 22.4.2007 kl. 18:53

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

"Korter í þrjú gæarnir" eru ekki eftirsóknarverðir.  Það er svo langt síðan að ég var í þessum fasa að ég man varla eftir því

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.4.2007 kl. 20:24

4 Smámynd: Solla Guðjóns

Gæjar og píur bæði að hössla er það sem ég sé á skemmtistöðum.Sorglega drukkið fólk að hrista bossann og slefa í eyrun á hvort öðru.Svo er annað fólk svona bara léttgegggjað daðrandi og gagnkvæm hrifning sem finnst bara krúttlegtEn við kvenþjóðin verum áþreifanlega varar við svokallaða "korter í þrjú" og þeim er alveg sama þó maður oti framan í þá giftingarhringnum"dráttur skal það vera"ullapjakk.

Solla Guðjóns, 22.4.2007 kl. 20:44

5 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 22.4.2007 kl. 21:59

6 identicon

Það eru til kortér í þrjú gæjar og kortér í þrjú stúlkur - ekki gleyma því Jenný

En ég hef verið pathetic, ég get sosum skrifað það á mig að hafa verið með þessa tendensa á böllum. Sorglegt já, en fyrir sumar virðist þetta eina leiðin til að þora ... til að hitta ... sorglegt og óspennandi já. En það verður samt ekki af þessum böllum tekið að þar hafa einstaklingar hist og fellt hugi saman. Ég hef reynslu af því ...

Mér finnst samt svo gaman að fara út að skemmta mér og flörta svolítið. Svo lengi sem allar grensur eru hafðar í heiðri, þá er daður bara af hinu góða.

Þegar ég var single ... þá fannst mér dömurnar vera svolítið fjarlægar. En af einhverjum orsökum þá var reynt meira við mig þegar ég var með trúlofunarhring á fingri ... getur einhver kona útskýrt það fyrir mér? (og auðvitað gildir þetta í hina áttina líka ... )

Ég er eiginlega hættur að fara á djammið, á mína unnustu og fósturdætur og einhvern tíma mun þessi fjölskylda stækka vonandi. En þó svo að "hustle" faktorinn sé farinn, þá fer ég á þessa staði (þegar það gerist) til að skemmta mér - hvort sem ég dansa eða ekki. Í sumum tilfellum síðustu árin hef ég setið við borðið og kjaftað yfir hávært fólk og tónlist ... og svo hef ég líka upplifað ótrúlega stemmningu eftir Eurovision á Ísafirði (2005) ...  sungið mig hásan.

Ég stefni á Eurovision gleði þetta árið ! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 23.4.2007 kl. 17:29

7 Smámynd: Kolla

Nákvæmlega, og þeir sem eru ekki einhleipir þora varla að fara á djamið lengur. Þetta er eins og kjötmarkaður, allavegana hérna í Stavanger. Mér líður í alvörunni stundum eins og ég sé kjöt.

Kolla, 23.4.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Held þú hafir allveg rétt fyrir þér og mér fannst þetta líka ömulegt þegar ég var unng stúlka. Fann  minn annarstaðrar.

Hló mig vitlaus af tilhugsunni ef þú hefðir labbað svona upp að gæja og spurt svona.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:12

9 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

PS. Það er nú samt gaman að skemmta sér. Fer bara aldrei neitt lengur.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 23.4.2007 kl. 22:14

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Vá, bara fjörugt sextugs afmæli, nú eða þrjú 20 ár.....

Heiða Þórðar, 23.4.2007 kl. 23:32

11 Smámynd: Ester Júlía

Já "korter í Þjú" gæjar og píur.. hljómar ekki vel . Ollasak,  ég held einmitt að það sé eftirsóknarverðara að vera með hring á fingri en ekki ef fólki langar í skyndidrátt . Doddi, þetta er engin vitleysa hjá þér! Þannig að allir þeir einhleypu sem vilja fara í bæinn að hözzla - setji upp hring fyrir kvöldið!  Sammála þér Kolla ,  veistu mér leið hálfilla þegar ég rölti einn hring á skemmtistaðnum án míns maka, bara svona til að skoða ( maður má það:) Ég var mænd upp og niður og til hliðar..á alla kanta! Leið einmitt eins og kjötstykki á kjötmarkað . Jórunn- ég fann minn líka annarsstaðar  - miklu betra.   Dúa  - já ef hann hefði verið hommi! 

Ester Júlía, 25.4.2007 kl. 07:52

12 Smámynd: Solla Guðjóns

En eins og Doddi bendir á þá hafa orðið til mörg góð sambönd á skemmtistöðum.Eða sveitaböllunum í denn, finnst mikil eftirsjá af þeim.EKKI það að ég mundi stunda þau,vildi bara að æskan í dag fengi að upplifa þau.Þetta var svo gaman

Solla Guðjóns, 25.4.2007 kl. 11:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband