Föstudagur, 20. apríl 2007
GLEÐILEGT SUMAR!
Þá er sumarið komið - kannski ekki í öllu sínu veldi en alla vega formlega. Sumarið verður þó ekki komið hjá mér fyrr en prófin eru búin. Slaka ekki á fyrr.
Í gær, sumardaginn fyrsta, rættist þó heldur betur úr veðrinu. Það var um 6 stiga frost klukkan 6 um morguninn, en þar sem sólin skein skært þá var orðið ansi hlýtt í garðinum hjá mér um þrjúleytið. Ég sat úti í klukkutíma í sólbaði . Yndislegt. Ekki í bikiníi þó. .
Krakkarnir voru úti að leika og við fengum gest í formi Scheferhunds sem var í þvílíkum sumargalsa. Hljóp á fullu í grasinu og upp klettana og vildi ekki láta ná sér. Eigandinn kom þó að síðustu en ætlaði ekki heldur að ná honum. Þetta minnti mig á þegar verið er að ná í styggan hest úti á túni. Þannig voru aðfarirnar.
Talandi um hunda þá fékk ég senda myndir af hvolpinum mínum í gær og læt þær fljóta með hér. Þvílíkt rassgat! Ég hlakka rosalega til að fá hann í hendurnar. Gleðilegt sumar kæru vinir.
Athugasemdir
Hvolpurinn þinn er dásamlegt sumarkrútt!!
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.4.2007 kl. 09:29
Gleðilegt sumar Ester mín og takk fyrir veturinn. Flottar myndir há þér og hvolpurinn er svo sætur.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 20.4.2007 kl. 09:41
Ósköp er hann lítill þessi dásemdar Lúkas.Já sumardagurinn fyrsti var góður og sólríkur en nú er farið að koma korn úr loftinu hér hjá mér í Þ-höfninni.
Solla Guðjóns, 20.4.2007 kl. 09:48
Gleðilegt sumar :). Og ég verð að viðurkenna að ég er græn af öfund eftir að hafa skoðað myndirnar af litla krúttinu ´þínu. Ekkert smá sætur
Kolla, 20.4.2007 kl. 19:36
Til hamingju með nýja sumarið og ég er ákveðin í að kvarta yfir kulda á Sumardaginn fyrsta en að fara í pottinn bjargaði því.
Hlakka til að fylgjast með þér áfram.
Eymundur (IP-tala skráð) 20.4.2007 kl. 20:27
Gleðilegt sumar og þvílít krútt sem þessi hvolpur er.
Björg K. Sigurðardóttir, 20.4.2007 kl. 22:42
Gleðilegt sumar ! Og Lukas er ekkert smá mikil dúlla...!!
Melanie Rose (IP-tala skráð) 21.4.2007 kl. 20:31
Gleðilegt sumar mín kæra
Heiða Þórðar, 22.4.2007 kl. 02:26
æi krútt þetta kríli
Margrét M, 24.4.2007 kl. 15:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.