Sunnudagur, 18. júní 2006
Veikindi :(
Nú fór æfingakerfið mitt allt í klessu þar sem ég er eitthvað lasin. Fékk þyngsli yfir höfuðið á föstudaginn og niður í hnakkann sem varð stífur. Svo svimaði mig og ég svitnaði heil ósköp. Varð að fara heim úr vinnunni því ekki gat ég unnið svona. Hef ekki orðið veik í allan vetur svo þetta kom á óvart. Á laugardaginn leit ég í spegil nývöknuð og brá heldur betur ....ég var stokkbólgin og rauð undir augunum...heldur betur ósjáleg!
Líkaminn var voða slappur, gat varla haldið á Olla mínum...þannig að eitthvað er í gangi ..er mest fúl yfir því að ég get ekkert æft á meðan ég er svona :(. Er að reyna að taka því rólega í dag svo ég geti nú mætt í vinnu á morgun.
Helgi fór með alla strákana í sund í Hveragerði ( nema Danna auðvitað sem er held ég á Akureyri). Þannig að ég er ein heima í dag. Ætla að taka því rólega og hugsa um heilsuna. Þar til næst ...
Ester.
Athugasemdir
æjh, já passaðu þig nú Ester mín - ekki gott að krassa svona! þú ert samt ekkert smá dugleg maður !! farðu og leigðu þér spólu og liggðu eins og skata uppí sófa - klikkar aldrei hehe ;) á meðan ætla ég að liggja út á palli í 33 stiga hita og sól .. úff, var orðin svo dösuð að ég varð að taka breik hehe :D !!
hafðu það gott esskan :o)
Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 15:33
Vá ertu í útlöndum gellan þín ;) ...Ég fer eftir tvær vikur til Fuerteventura á Spáni. Hvar ert þú? Með veikindin þá er ég farin að hallast á að þetta sé mjög slæm vöðvabólga, er núna komin með hryllilegan sting sem leiðir frá hnakka og lengst niður í h.....:(. Takk fyrir kíkkið Sigrún mín ..knús, Ester.
Ester Júlía, 18.6.2006 kl. 17:14
hehe, er að spá hvort þú haldir að ég sé önnur sigrún ;) ég er sko sigrúnin sem var hérna á blog.is - ameríkubúinn sem er alltaf að commenta hjá þér ;) og búin að vera hér í 10 mánuði hehe !! er btw hætt að blogga þannig að útlendingur verður nikkið mitt framvegis ;) !!
en úff verður frábært hjá þér að fara til spánar :D þar er náttla alltaf geðveikt að vera !!!!!! en hljómar ekki vel þessi vöðvabólga :/ !! vona að þetta lagist fljótt! farðu vel með þig!!!
Sigrún útlendingur :) (IP-tala skráð) 18.6.2006 kl. 17:40
AAAAA....auðvitað hélt ég að þetta væri önnur Sigrún ...híhí..hafði ekkert heyrt um að sú Sigrún væri í útlöndum ;). En gaman að þú skulir ennþá kíkka inn hjá mér ...endilega haltu því áfram útlendingur ;) Hafðu það rosa gott.
Ester Júlía, 18.6.2006 kl. 17:43
Er þá ekki málið að dúlla svolítið við sjálfa sig, slaka á og njóta alls þess sem þú átt ;)
Pálína Erna Ásgeirsdóttir, 18.6.2006 kl. 18:29
Farðu vel með þig Ester mín og ekki fara of fljótt í vinnuna. Vonandi batnar þér sem fyrst. Kveðjur Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 18.6.2006 kl. 19:38
Takk kærlega fyrir mig :))) Mér þykir vænt um þetta. Ég reyni að fara varlega með mig - "ef maður hefur ekki tíma fyrir heilsuna í dag, hefur maður ekki heilsu fyrir tímann á morgun":D kær kveðja, Ester.
Ester Júlía, 18.6.2006 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.