5 ára afmæli og skautar

Að borða súkkulaðiköku

Olli SÚPERMAN

Við héldum upp  á afmælið hans Olla á laugardaginn.  Mikið var litli kúturinn minn spenntur og vitandi það að afmælið væri klukkan þrjú , spurði hann á fimm mínútna fresti frá klukkan níu um morguninn, hvað klukkan væri Grin.  Það komu ansi margir bæði krakkar úr leikskólanum og fjölskyldan.  Svaka fjör og síðasti gesturinn fór um klukkan 20:00! 

      Skautaferð

  Við Olli Helgi töffari!

 

 

 

 

 

 

 

Í dag skelltum við okkur á skauta, ég, Helgi og Olli.  Þetta var í fyrsta skiptið sem við förum á skauta í Egilshöll og það var rosagaman. 

Það voru frekar fáir svo við höfðum nánast svellið út af fyrir okkur.  Heldur fannst mér þó dýrt að skreppa á skauta, það kostaði 2.400 fyrir okkur þrjú með leigu á skautum.  Ég spurði :  Er svo eitthvað skilagjald sem við fáum tilbaka?  Afgreiðslustelpan( frekar snúðug): Nei!   "Okey" sagði ég og hrökklaðist frá afgreiðsluborðinu..

En það var rosalega gaman að rifja upp gamla takta og snúninga, Olli var að fara í fyrsta skipti á skauta og var ansi  valtur á fótunum en grindin sem þið sjáið á myndinni reddaði málunum að nokkru leyti Tounge

Og ég .. ;)

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Vá flott afmæli

Knús til þín frá mér

Sigrún Friðriksdóttir, 15.4.2007 kl. 20:37

2 identicon

Til hamingju með veisluna....ekkert smá flott  .....og ekki vissi ég að þú ættir svona STÓRAN strák !!! Rosa hlítur þú að líta ungleg út miða við aldur esskan   híhíh....

Kvittós

Melanie Rose (IP-tala skráð) 15.4.2007 kl. 21:26

3 Smámynd: Ester Júlía

Takk elskurnar Og Melanie ..ég þakka hólið, þú ert gersemi!!

Ester Júlía, 15.4.2007 kl. 23:29

4 identicon

Án gríns.....mér hefði aldrei dottið í hug að þú ættir svona stóran sták sko !

Doritos gummsið er:

Eldfastmót......smyrð rjómaost í botninn....smyrð salsa ofaná.....ostasósuna þar ofaná.....og svo stráiru rifnum osti ofaná og svo inní ofn þangað til osturinn er til....ég vil hafa hann smá gulann/brúnann  Svo bara að henda sér útí með Doritos ! Ymmi...ðer jú gó mæ darlíng.

Melanie Rose (IP-tala skráð) 16.4.2007 kl. 00:02

5 Smámynd: Solla Guðjóns

Er 5.ára stór?? eða er átt við Helga???Ég hélt að Helgi væri maðurinn þinn

Þetta hefur verið rosa gaman,er með fiðring í fótunum að hugsa til allra skautaferðana sm ég fór í denn.

Solla Guðjóns, 16.4.2007 kl. 07:59

6 Smámynd: Ester Júlía

HAHAHAHA... hún er að meina stærsta strákinn minn, ef þú ferð í myndaalbúm..þá sérðu hann þar.  Tvítugur gutti

Ester Júlía, 16.4.2007 kl. 08:30

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Í alvöru áttu tvítugan Hver hefði trúað þvíEEH á sjálf 27.ára gutta

Solla Guðjóns, 16.4.2007 kl. 08:39

8 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskvittun

Ólafur fannberg, 16.4.2007 kl. 08:41

9 Smámynd: Ester Júlía

Ollasak það passar alveg , þú hefur átt hann á sama aldri og ég var þegar ég átti minn tvítuga!  Ótrúlegt að maður skuli eiga svona stór börn!  Verst að þá getur maður ekkert logið til um aldur , ja ekki nema um svona fjögur ár kannski

Ester Júlía, 16.4.2007 kl. 08:43

10 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Enn og aftur til hamingju með strákinn.  Það hefur verið mikið fjör á svellinu.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.4.2007 kl. 09:05

11 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Til hamigju aftur með Olla. Sniðugt með grindina á skautasvellinu. Knús og klemm

Jórunn Sigurbergsdóttir , 16.4.2007 kl. 16:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband