Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2007

Inför ESC 2007

Var að horfa á fulltrúa norðurlandanna spá fyrir um gengi þeirra laga sem keppa í ár.   Mér fannst Eiríkur Hauksson ekki hafa sig eins mikið frammi eins og sl. ár, enda er hann sjálfur að keppa fyrir íslands hönd.  Hlýtur að vera skrýtið að vera að dæma hin lögin og flytja sjálfur lag í keppninni.  

Ísland fékk nánast fullt hús stiga, fimm stig nema frá stjórnanda þáttarins.   Veit ekki alveg hversu mikil heilindin voru í stigagjöfinni hjá kollegum Eiríks, enda erfitt að dæma góðan kunningja.  En ég held ég geti þó fullyrt að stigin hefðu farið aðeins öðruvísi ef eitthvað annað land hefði flutt þetta lag.  En samt, jú allir virtust hrifnir af laginu, man að Sylvía fékk ekki svona góða dóma í fyrra. ( Hún sat reyndar ekki við borðið)    Mín skoðun : Eiríkur er gífurlega góður söngvari  - rokkari af guðs náð. Sammála Siggu Beinu með það að hann heldur laginu uppi , en lagið sjálft er slakt og flatt.  Laglínan þó ágæt.  

Tekið af Ruv.is :    Fulltrúi Íslands er Eiríkur Hauksson söngvari sem tvisvar hefur sungið í keppninni og syngur í ár lag Sveins Rúnars Sigurðssonar, Valentine Lost. Fulltrúar hinna Norðurlandanna í þessum þáttum eru þau Adam Duvå Hall frá Danmörku, Per Sundnes frá Noregi, Thomas Lundin frá Finnlandi, Charlotte Perelli frá Svíþjóð, sem vann keppnina árið 1999 með laginu Take me to Your Heaven, og þáttunum stýrir Svíinn Christer Björkman.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Finnst Júróvisjón ekki merklig keppni músíklega séð og miðað við þau lög sem spiluð voru í kvöld bar Íslenska lagið af.  Nú er bara að vona að Eiríkur slái í gegn.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.4.2007 kl. 21:41

2 identicon

Ester, mikið rosalega já erum við á sömu línu hvað varðar alla vega Eika Hauks í kvöld og framlag okkar í keppninni.

Jenný: merkileg keppni eða ekki ... það er alltaf fylgst með henni  

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 21:50

3 identicon

Ég er stolt af okkar framlagi í ár:) Ég sem venjulega fylgist lítið með.

Kveðja Díana 

Díana (IP-tala skráð) 13.4.2007 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband