Það var kalt efst á Esjunni í dag

Ég fór aftur á Esjuna í dag.  Er bara nokkuð stolt af mér að hafa staðið við það sem ég hafði lofað sjálfri mér.    Var nefnilega búin að ákveða að fara á esjuna um hverja helgi í allt sumar.  Hrönn og Arndís úr World Class fóru með mér.  Það var milt veður og við vorum ekki mikið klæddar.  Þegar við komum upp og áttum bara klettana efst uppi eftir, þá var orðið rosalega kalt og vindasamt, þannig að við ákváðum að sleppa klettunum.

  Tókum á rás niður Esjuhlíðar.  Það er rosalega gaman að hlaupa niður fjallið, tilfinningin er soldið eins og að fljúga:).  En það er mikið álag fyrir hnén og ökklana að hlaupa svona lengi niður halla.  Ég fékk miklar harðsperrur í aftanverð læri eftir síðustu helgi, það var td. hræðilega vont að labba bara niður stiga, vona að ég fái ekki eins miklar harðsperrur núna.  Við vorum nákvæmlega einn og hálfan tíma upp og niður aftur.  

Við Helgi fórum svo  með Olla í Elliðarárdalinn, fyrst var hann mjög hræddur við trén (skrýtið, barnið hefur alltaf verið hræddur við tré og plöntur, frá því hann var pínulítill) en svo róaðist hann og allt varð í himnalagi og við hlupum eftir stígunum á milli trjánna, týndum köngla og blóm og litli kallinn skemmti sér konunglega.  Æ hann er svo mikið yndi þessi drengur.   Aron og Danni eru báðir á Hólmavík núna í fermingu hjá frænku sinni.

Arnar Grant var að senda mér matarprógram, hann er að hjálpa mér með fitnessprógram og er alveg gífurlega hjálpsamur og almennilegur.  Matarprógrammið er svo sem ekki mikið öðruvísi en það sem ég hef verið að borða og ég veit hvar mínar veiku hliðar liggja og þar þarf ég að passa mig mjög vel. - Að borða seint á kvöldin þó það sé cheerios eða ristað brauð, það er eitthvað sem ég þarf að leggja af.  

Ég er ótrúlega þreytt núna, sofnaði meira að segja áðan yfir Boston legal sem er uppáhaldsþátturinn minn.  Er að hugsa um að hátta mig og fara upp í rúm með bókina sem ég er að lesa núna - stórgóð bók sem  heitir Skuggi vindsins.

Þar til næst ..:)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Þú ert örugglega mjög vel á þig komin ag það sannar það hve fljót þú ert upp og niður Esjuna. Tók mig miklu lengri tíma líklega fyrir tveimur árum. Stoppaði við klettana.Fannst ferðin niður erfiðari. Ég er viss um að þú þarft ekki að hafa áhyggjur af aukabita á kvöldin. Bestu kveðjur Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 4.6.2006 kl. 23:33

2 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir þessa athugasemd Jórunn. Ég verð að segja það sama að mér þykir ótrúlega vænt um þegar þú skrifar athugasemd hjá mér, og mjög gaman líka. Ég les alltaf færslurnar þínar, það er svo mikil einlægni í skrifum þínum. Hafðu það rosagott og kær kveðja til þín.

Ester Júlía, 4.6.2006 kl. 23:42

3 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Takk les líka alltaf þín skrif. Bestu kveðjur aftur. Jórunn

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.6.2006 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband