Hvað á ég að kjósa ?

Það verður að viðurkennast að ég hef ekki hugmynd um hvaða stjórnmálaflokk ég á að kjósa.  Ég er búin að prófa að svara spurningunum á afstaða.is en ég er samt engu nær.  20% hlynnt þessum, 20% hlynnt hinum...osfr.  Ég veit hvað ég vil og vil ekki,  og það sem ég vil , vill flokkurinn og það sem ég vil ekki , vill flokkurinn líka.  Það hringsnýst allt í hausnum á mér.  Stefna Framsóknarflokksins er nokkuð lík mínum skoðunum sýnist mér.  Þó er ýmislegt á stefnuskrá Samfylkingarinnar sem mér líkar ótrúlega vel.  Sjálfstæðisflokkurinn höfðar líka nokkuð til mín.  Ég hef aldrei verið mjög pólítísk manneskja en ég hef þó alltaf nýtt mér kosningarétt minn.   Í þetta sinn er ég ansi hrædd um að blaðið verði autt.  En svo get ég auðvitað kosið fólkið.   

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er í sömu stöðu og þú. Veit ekki hvort þetta skýrist nokkuð hjá mér.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 25.5.2006 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband