Mánudagur, 15. maí 2006
"Dýr" áfengismeðferð!
Einu sinni heyrði ég að áfengismeðferð fyrir hvern einstakling kostar 600.000.- og það eru nokkuð mörg ár síðan ég heyrði það. Því finnst mér skrýtið þegar að ónefndur maður sem segir sjálfur að hann hafi ekki haldið sig eiga við áfengisvandamál að stríða , slær því upp að hann ætli í áfengismeðferð af því hann tók ekki ábyrgð á sjálfum sér og keyrði drukkinn á ljósastaur. Bara sísvona , svipað eins og ef hann segðist ætla út í bakarí að kaupa vínarbrauð þótt ekki teldi hann sig vera sykurfíkil. Jú hann vill ólmur sanna og sýna fyrir fólki að hann iðrist gjörða sinna og það er fínt, en mér finnst sorglegt að fólk geti bara hoppað í rándýra meðferð á dramantískan hátt til þess að iðrast fyrir alþjóð. Oft hefur verið sagt að alkinn noti alkaholisman sem afsökun á gjörðum sínum en það á ekki einu sinni við í þessu tilviki.
Ekki misskilja mig, ég er fylgjandi því að fólk taki ábyrgð á sínu lífi og fari í áfengis/vímuefnameðferð en mér finnst alltaf skrýtið þegar að fólk notar áfengismeðferð sem skálkaskjól. Svolítið svipað og konan sem notaði áfengismeðferðina sem heilsuhæli eftir mánaðarlanga drykkjutúra þar sem hún var gjörsamlega búin á líkama og sál. Og þegar að leigubíllinn sótti hana á Vífilstaði , þá lét hún leigubílstjórann keyra sig beint í ríkið.
En kannski er hann alki eftir allt saman, það er alltaf erfiðast að viðurkenna fyrsta skrefið, svo ég tali nú ekki um fyrir framan alþjóð.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.