Þjálfun barna og unglinga

Ég fór í skólann eftir vinnu eins og venjulega á miðvikudögum.  Verð að viðurkenna að ég er orðin ansi þreytt á því að keyra til Keflavíkur og er í mestu vandræðum með að halda mér vakandi á leiðinni Sick.

Tíminn var skemmtilegur , við vorum í lífeðlisfræði og fjallað var um þjálfun barna, unglinga , kvenna og aldraðra.   (Grínuðumst með það að karlarnir væru ekki í þessum flokki, þeir eru "sér" og við mætum afgangi..ansans vitleysa , eins og þjálfun sé sérstíluð á þá eða eitthvað.)   Mjög áhugaverður tími , ég er m.a að þjálfa börn í dag í nýju barnatækjunum og lærði margt sem ég get tileinkað mér í því starfi.  

Td. var alltaf talað um það  - og er enn , að börn ættu ekki að vera í styrkþjálfun, vont fyrir beinin sem eru að vaxa ofl.  En samkvæmt bókinni ( stuðst við vísindalegar rannsóknir) sem við erum með í skólanum eru það gömul fræði, það þykir EINMITT gott fyrir börn að æfa styrkþjálfun, þau læra betri samhæfingu líkamans, styrkja beinin ofl ofl.   En auðvitað þarf að þjálfa þau RÉTT, alls  ekki eins og litla fullorðna Smile.  Það er nefnlega allt annað að þjálfa börn og fullorðna.  Við þjálfum þau ekki eins.  Léttari þyngdir og fleiri endurtekningar og fl.   

Ætla að skella mér í bað fyrir háttinn, góða nótt þið sem nenntuð að lesa þetta Heart

 

DSC_0118


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

passaðu þig á hákörlunum í baðinu þeir bita hehehe

Ólafur fannberg, 14.2.2007 kl. 23:25

2 Smámynd: Ester Júlía

Nei ekki mínir ..þeir eru svo vel tamdir ..

Ester Júlía, 14.2.2007 kl. 23:28

3 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég á einn son sem er 10 ára og hann er 1.65 á hæð. Læknarnir segja að hann verði að minnsta kosti 2.05 á hæð þegar hann er fullvaxinn. Ég vill gjarna að hann æfi líkamsrækt en "sérfræðingar" hér í Svíþjóð segja að það sé of snemmt fyrir hann að byrja... hvað segir þú um það? 

Ástæðan fyrir því að ég vilji að hann æfi líkamsrækt er að tveimur ástæðum: Sú fyrsta er að ég vill að hann samsvari sér og hin er... bakið.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 14.2.2007 kl. 23:41

4 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég er nú ekki hissa á því að þú sért orðin þreytt að keyra á milli.

Hef ekkert vit á þessu með þjálfunina auðvitað en er viss á því að börn þurfi að hreyfa sig og skyrkja. Hvenig að því er staðið hjá þjálfurum er örugglagea vandaverk en í leik ættu þau að stykjast á náttúrlulegan hátt og rétt, nema aðstæðurnar í dag eru þannig að börn leika ekki lengur úti. Finnst þér þetta mikið bull?

Þetta með karlana í sérflokki. Það hljómar þannig að við öll hin séum svona annar flokkur og þeir fyrsti. Ætlaði löngu að vera sofnuð. Hann Gunni er svo góður pabbil

Góða nótt Ester.  

Jórunn Sigurbergsdóttir , 14.2.2007 kl. 23:50

5 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Flott hjá þér að deila þér með okkur, og eins og Gunnar segir þá segja læknar elltaf eithvað allt annað. Þarf ekki barn öðruvísi æfingarplan og tíma kanski, Það hlítur að vera gott fyrir vöðvana í kring um öll þessi bein sem vaxa svona hratt að vera sterkir og geta tekið part af álaginu.

Knús og klem

Sigrún Friðriksdóttir, 15.2.2007 kl. 00:02

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Gaman og gott að heyra af þessu.Hér í bæ er bannað að fara í tækjasalinn ef þú ert ekki fermd/ur.

Sofðu vel ekki veitir af hjá svona bissý konu.Það þarf kappsama manneskju í alt þetta.

Solla Guðjóns, 15.2.2007 kl. 02:25

7 Smámynd: Ester Júlía

Gunnar : Í dag er sagt hollt fyrir börn að byrja í styrkþjálfun snemma.  En þau eru ekki í kraftþjálfun heldur að auka styrk líkamans.  Auðvitað skiptir máli að þau fái þjálfun við sitt hæfi.  Vöðvar stækka ekki á börnum heldur eykst styrkur þeirra og beinin styrkjast.  Miða við fræðin í dag er allt sem mælir með því að sonur þinn iðki styrkþjálfun.  Það þarf að hafa það í huga að krakkar eru þó viðkvæmust á kynþroskaaldrinum, stelpur um 12 ára og strákar um 14 ára.  Viðkvæm beinin og vöðvaójafnvægi.    Í Svíþjóð eru Shokk stöðvar , ég veit bara ekki hvar en þú ættir að kanna það.  Annars er yfirleitt aldurstakmark í "fullorðinsstöðvarnar".   Jórunn:  Jú þetta er hárrétt hjá þér.  Auðvitað ættu börnin að vera úti að leika sér , nota eigin þyngd , leika sér í boltaleikjum, klifra í trjám og fleira.  En því miður þá er það liðin tíð.  Og þetta með karlana í sérflokki, nákvæmlega það sem mér fannst, eins og við værum annars flokks . Enda er þessi fræðibók skrifuð af körlum . Sigrún :  Jú börn þurfa öðruvísi æfingaplan en fullorðnir. Hárrétt!   Ollasak: Í World Class er aldurstakmarkið í líkamsræktarsalinn 15 ára.  En nú er SHOKKIÐ komið , fyrir börn 8-14 ára.  Svo tekur stóri salurinn við .  Takk fyrir kommentin kæru bloggvinir. 

Ester Júlía, 15.2.2007 kl. 22:30

8 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Takk kærlega fyrir svarið kæri bloggvinur

Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.2.2007 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband