Ísdrottningin.

Núna langar mig að segja ykkur frá bók sem ég var að klára að lesa.  Hún heitir "Ísdrottningin" og er  eftir sænskan höfund. Söguefnið er sótt til lítils bæjar í Svíþjóð ( fæðingarbær höfundar).  Falleg myndlistakona finnst skorin á púls í baðkari sumarhúsinu sínu í bænum, frosin föst í vatninu í baðkarinu , hárið kleprað af ís og storknað blóð út um allt.  Ung kona ( aðalsöguhetjan) sem er gömul vinkona þeirrar látnu flækist óvænt inn í morðmálið ( því þetta reyndist vera morð) og fer hún að rannsaka málið á eigin spýtur og þar sem hún er rithöfundur ákveður hún að skrifa bók um þessa vinkonu sína sem fannst látin. Enda þegar kafað var dýpra í líf vinkonunar látnu, þá reyndist líf hennar vera hulið miklum leyndardómum.   Allskonar gömul mál koma upp á yfirborðið og úr verður hin besta lögreglusaga.   

Ég var ánægð með bókina, hún er skemmtilega skrifuð og ég gat varla látið hana frá mér.  Reyndar var farið soldið úr einu í annað, smá ruglingsleg á köflum og stundum varð ég hálfþreytt á henni, en ég lagði bókina þó ekki oft frá mér.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband