Mánudagur, 12. febrúar 2007
Hver vill ekki eiga börnin sín?
"Ein af ástæðum þess að pör sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum er sú að þau vilja virkilega eiga börnin" úffffff ..maður fær bara nett samviskubit! Ég sem er í fullri vinnu og skóla eftir vinnu og líka á laugardögum, ég hef engan tíma afgangs til að sinna börnunum mínum!
En mér finnst nú trúlegt að pör sem ættleiða fari ekki út í það nema hafa nógan tíma og mjög góðar aðstæður , fjárhagslega vel stætt fólk. Og þá fer ég að spá i hvort að maður eigi að vera að eiga börn nema vera fjárhagslega vel stæður, búin að koma fótunum vel undir sig og tilbúinn í barnauppeldið. Helst heimavinnandi.
Ekki tvítug óþroskuð stelpukind í leiguíbúð með tvo ketti og jafngamlan mann sem dröslaðist fyrir rest á sjóinn því við áttum hvorki til hnífs né skeiðar.
Og auðvitað VIL ÉG eiga börnin mín. Hver vill það ekki
Þeir sem ættleiða verja meiri tíma með börnunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ester mín. Þetta er bölvað bull. Flestir hugsa vel um börnin sín og vilja eiga þau. Það þýðir ekkert að bíða efir svona kvöraðstæðum til að eiga börn.. Þau koma allavegna. Við gerum flest eins og við getum og svo er ýmislegt sem kemur inn í. Blöð og fræðingar eru oft með sleggjudóma. Það má ekki taka það og aflvarlega. Þetta er víst líka fólk eins og við og það hefur ekki alltaf rétt fyrir sér. Siður en svo.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2007 kl. 23:51
PS. Æ hvað þið Olli eruð sæt,
Jórunn Sigurbergsdóttir , 12.2.2007 kl. 23:52
Nákvæmlega Jórunn mín. Enda tilvalið að blogga um þessa frétt . Meira sagt í háði en alvarleika.
Ester Júlía, 12.2.2007 kl. 23:54
Takk takk
Ester Júlía, 12.2.2007 kl. 23:55
Er nema von að stórt sé spurt.......Held samt að í flestum ættleiðingamálum séu pör búin að vera það lengi saman að það þykji fullreynt að þau eignist ekki börn saman og séu þ.a.l búin að koma ár sinni vel fyrir borð
Falleg mynd af falllegum mæðginum
Solla Guðjóns, 13.2.2007 kl. 00:25
flott mynd
Ólafur fannberg, 13.2.2007 kl. 08:30
Farið að fara í mínar fínustu þessi áróður í blöðum og víða að við séum ekki að standa okkur í foreldrahlutverkinu. Tel að börn yfir höfuð hafi það mjög gott í dag, sem mér finnst auðv. sjálfsagt. Þau fá að vera í allskyns tómstundum, gera hitt og þetta, keyrð út og suður og að mér nærstöddu,fá ást og umhyggju.
Var þetta eitthv. betra í þá daga, þó mæðurnar væru heima voru þær eitthv. meira MEÐ barninu, held ekki. Við skipuleggjum bara okkar tíma öðru vísi með því að vinna útaf heimilinu.
Ljótt að segja það, en ekki sendu við börnin okkar í fóstur á einangraða staði útí sveit af því þau eru afbrýðissöm út í systkini, ofvirk eða annað.
Verum bara stolt af okkur sem foreldrar og höldum áfram með okkar góðu verk og hættum að hlusta á þessar klisjur.
óskráð (IP-tala skráð) 14.2.2007 kl. 11:21
Ég held að allir geri mistök fósturforeldrar og við hin bara foreldrar. En það sem mér fynst mikilvægast af öllu er að við lærum af mistökum okkar og að við erum alltaf að gera okkar besta
Yndisleg mynda af ykkur
Sigrún Friðriksdóttir, 14.2.2007 kl. 15:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.