Það bregst ekki!

Alltaf rétt áður en ég flughrædda manneskjan fer til útlanda þá gerist eitthvað svona.  Reyndar minniháttar í þetta skipti en alveg nóg til þess að ég muni flughræðsluna.  Annað hvort er ég svona hrikalega seinheppin eða þá að ég tek sérstaklega eftir svona fréttum rétt áður en ég fer sjálf í flugvél Tounge  Annars held ég að það hljóti að fara að rjátla af mér flughræðslan því þetta er fjórða utanlandsferðin mín á innan við ári Cool, held þetta sé meira vani ( flughræðslan) .
mbl.is Bilun kom upp í þotu Sterling
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jórunn Sigurbergsdóttir

Ég var búin að skrifa og skrifa og svo sá ég það bara hverfa Eg ýtti á enter sá allt verða blátt og hverfa. Nú byrja ég aftur.

Það er æðislegt að þú ert að fara út. Ekki vera flughrædd. Svona lagað er undantekning og ég er viss um að alltaf hefur gengið vel hjá þér. er það ekki? Hví ætti það ekki að vera núna Ester mín. Þú skalt hlakka til.

Jórunn Sigurbergsdóttir , 5.2.2007 kl. 12:07

2 Smámynd: Ester Júlía

mmm Takk fyrir þetta Jórunn mín.   Auðvitað hefur ekkert gerst fyrir mig í öll þau skipti sem ég hef flogið . En það er alltaf þetta en.... sem böggar mig ..haha. Held ég hætti þetta bara, tekur allt of mikla orku að vera að flughræðslast.  Held ég láti mig bara hlakka til

Æ en leiðinlegt að allt hvarf hjá þér .  Pirrandi þegar svona gerist.   Takk fyrir hlýja athugasemd    

Ester Júlía, 5.2.2007 kl. 12:14

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Skil þig,,,,,,,er samt ekki flughrædd,,,,,en hræðsla er heint hræðileg tilfinning hverju sem hún tengist.

Fann síðuna þína hjá Fannberg.

Kveðja Sólveig Guðjóns

Solla Guðjóns, 5.2.2007 kl. 13:25

4 Smámynd: Sigrún Friðriksdóttir

Það besta sem þú gerir við flughræðslu ens og allri annari hræðslu er að horfast í augu við hana og sigrast á henni. Mundu að gefa sjálfri þér klapp á öxlina þegar þú ert lens og segja sko þetta var nú ekkert mál En ég get lofað þér því að þú tekur meira eftir þessum fréttum af því að þú ert að fara í flug og það er bara svo eðlilegt. 'Eg er búin að þjást af bílhræðslu í mörg ár en gaf mig ekki, keyrði allavega niður í bæ á hverjum degi og nú kemur það mjög sjaldan fyrir að ég verð hrædd En góða ferð og njóttu þess

Sigrún Friðriksdóttir, 5.2.2007 kl. 13:45

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bindindiskonan vinkona mín er eina manneskjan (fyrir utan þig) sem ég þekki sem er flughrædd ... og hvað gerir hún? Drekkur sig blindfulla. Held að hún sé ekki flughrædd í alvörunni

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.2.2007 kl. 16:58

6 identicon

Tek undir med Sigrunu, finnst thu aettir ad fa uppaskrift hja laekni a tidar flugferdir til utlanda til ad sigrast a flughraedslunni.  Ef thig vantar felagsskap skaltu fa hann til ad skrifa lika upp a fyrir mig ;)

Sjaumst i naestu viku ;)
Anna a Sikiley

Anna (IP-tala skráð) 5.2.2007 kl. 18:04

7 Smámynd: Ólafur fannberg

mér er illa við allt flug en er samt ekki flughræddur Taktu bara róandi áður

Ólafur fannberg, 5.2.2007 kl. 22:42

8 Smámynd: Ester Júlía

Takk fyrir ráðin. Sigrún krútt  : Ég hef aldrei verið þekkt fyrir að gefast upp , og mun ALDREI gefast upp fyrir óttanum ..( ætla reyndar aldrei í fallhlífarstökk..játa mig sigraða þar) .    Gurrý: þessi vinkona þín, fer hún oft í flug ? Anna: Ertu að koma heim í næstu viku!  ÓTrúlega fljótt að líða, búin að sakna ykkar fullt og hlakka ekkert smá tila ð sjá ykkur  , takk fyrir frábært ráð ..hehe.. .Ólafur: Ég á dízur og valium og og og .. hehe..

Ester Júlía, 7.2.2007 kl. 07:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband