Miðvikudagur, 31. janúar 2007
OOh flensan :(
Langt síðan ég hef bloggað. Próf í líffærafræði um síðustu helgi sem gekk ágætlega í , vitlaust að gera í vinnunni, Shokkið ætlar að verða svo vinsælt. Mjög spennandi og skemmtilegt. Nema hvað í gær í vinnunni þá fór mér að líða svo furðulega, eins og eitthvað væri fast í hálsinum á mér og ég var alltaf að ræskja mig. Svo varð ég þung yfir höfðinu en reyndi að hrista það af mér.
Maðurinn minn hringdi svo í mig um fjögurleytið og sagðist halda að hann væri að verða veikur, skrýtinn yfir höfðinu og illt í hálsinum. Ég hugsaði " Shitt hann varð á undan " en sagði; æ elskan, mér líður nákvæmlega eins Í gærkvöldi vorum við eins og hrúgöld..láum í sófanum stynjandi ( veikindastunur ekki láta ykkur detta annað í hug), vælandi hvort í öðru. Fengum hvorugt stuðning enda sárvorkenndum við sjálfum okkur.
Í morgun var hálsinn minn orðin ansi rámur og ég var eins og geltandi hundur. Komin með hita og beinverki í þokkabót. Og maðurinn minn var eins á sig kominn. Hringdum í vinnuna okkar og létum vita. Það var ekki farið með barnið á leikskólann fyrr en ellefu, maðurinn minn sá um það. Ég hins vegar náði í strákinn í leikskólann. Dúðuð eins og norðurpólsfari , í dúnúlpu með húfu,vettlinga og trefil mætti ég á leikskólann , ekki furða þótt ég hefði á tilfinningunni að það væri horft á mig ( var ekki nokkura stiga hiti?)
Hér sit ég nú fyrri framan tölvuna, í grænum slopp ( úr Habitat, ekki skurðstofuslopp) eins og reytt hæna um hárið, í bleikum náttbuxum og bleikum bol og geri mitt besta til að skrifa lesanlegt blogg.
Bið að heilsa ykkur í bili kæru vinir
Athugasemdir
Æelsku Ester mín. Ósköp er að vita þetta. Láttu þér, já látið ykkur batan sem fyrst. Ekki er gaman að vera svona. Baráttukveður. Jórunn
Jórunn Sigurbergsdóttir , 1.2.2007 kl. 00:10
ÆÆÆiii alldrei gaman að vera veikur, og svo karlin ekki til að dúlla við þig heldur Góðan bata bæði tvö
Sigrún Friðriksdóttir, 1.2.2007 kl. 00:22
æææ.....bara veik. Það er bannað.Láttu þér batna skipun....
Ólafur fannberg, 1.2.2007 kl. 08:23
Góðan bata :)
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.2.2007 kl. 21:02
Góðan bata...
Gunnar Helgi Eysteinsson, 4.2.2007 kl. 12:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.