Miðvikudagur, 24. janúar 2007
Blautur og skítugur..æ
Ég var að keyra Fjallkonuveg í Grafarvogi fyrir klukkan sex. Sá dökka þúst á veginum og hélt fyrst að það væri köttur en samt fannst mér það aðeins og stórt til þess. Þegar ég kom nær sá ég að þetta var rennandi blautur og skítugur hundur. Æ hvað ég vorkenndi greyinu. Hann var svo lúpulegur og eymdarlegur þar sem hann stóð á götunni, svo hafði ég áhyggjur af því að hann yrði fyrir bíl.
Hann var á hinum vegarhelmingnum og var ég að hugsa um að snúa bílnum við og ná í hundinn. En hvað hefði ég átt að gera við hann? Ég var á leið í vinnu og kötturinn minn hefði nú ekki orðið ánægður ef ég hefði komið heim með hund , maðurinn minn hefði orðið brjálaður að fá gauðskítugan hund inn ( hann er svo mikill snyrtipinni þessi elska - þs. maðurinn minn) svo eftir smá umhugsun fannst mér skynsamlegra að hringja í 112.
Ég hringdi og sagði frá hundinum á Fjallkonuveg, og mikið fannst mér ánægjulegt að heyra að þá þegar hafði einhver hringt og tilkynnt um hundinn og lögreglan var á leiðinni að kíkja á hann.
Gaman að fólk láti sér annt um dýrin og sé ekki sama. Þannig upplifði ég þetta. Og ég vona innilega að hundurinn komist til síns heima , fái gott að borða og hlýtt bæli.
Athugasemdir
vonandi er hann kominn inn í hlýjuna og orðinn þurr.
Ólafur fannberg, 24.1.2007 kl. 08:01
Já, elsku Esteeer þú er hjartahlý og hugsar um dýr og fólk. Mér finnst það líka gott að heyra að fleirri létu sér annt um hundinn.
Jórunn Sigurbergsdóttir , 24.1.2007 kl. 11:56
OOO þú og Jórunn eruð eins Algjörar dúllur !!!
Knús, Sigrún.
Sigrún Friðriksdóttir, 24.1.2007 kl. 12:34
Frábært að heyra þetta, ég hefði ekki getað unnið handtak ef ég hefði þurft að keyra framhjá blautum voffa og geta ekki bjargað honum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.1.2007 kl. 17:51
það var gott að fleyrum var ekki sama um greyið..vonandi fer bara vel um hann núna...
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 24.1.2007 kl. 19:04
Takk öll fyrir falleg komment .. æ já ég vona að voffi sé kominn heim til sín.
Gurrý: sama hér, ég hefði verið ómöguleg í vinnunni ef ég hefði ekki gert neitt. Gott að fleiri hugsa eins :)
Sigrún ..híhí.. og þú ert ein af okkur ...algjör dúlla sjálf ...Knús
Ester Júlía, 24.1.2007 kl. 21:06
Góðverk dagsins... (í gær)
Gunnar Helgi Eysteinsson, 25.1.2007 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.