Mér hefur oft verið hugsað til hennar. (mynd)

Dýragarðsbörnin hafði mikil áhrif á mig þegar ég las hana fyrir um tuttugu og fimm árum síðan, þá líklega um fimmtán ára gömul.   Og oft hefur mér verið hugsað til Christiane F. , hvar hún væri niðurkomin.  Leitt að lesa að hún sé ennþá í vandræðum þrjátíu árum eftir að bókin var skrifuð.  

 Mynd var gerð eftir bókinni og var hún sýnd í Regnboganum við Hverfisgötu ( að mig minnir) og var hún með þýsku tali og enskum texta.  Sá ekki myndina en las bókina oftar en tvisvar. Lifði mig mjög inní bókina og fann svo til með þessari ungu stelpu sem varð að selja sig aumingjum fyrir heróíni.  

Varð glöð að heyra í framhaldi af bókinni að Christine væri laus við eiturlyfin, en nokkrum árum seinna las ég eitthversstaðar að hún væri fallin.  Eflaust hefur það verið eilíf barátta hjá henni í gegnum lífið að losa sig frá eiturlyfjadjöflinum.  

390768711_small

 

Þessi mynd af Christine F. var á bókarkápu Dýragarðsbarna.  


mbl.is Christiane F. enn í eiturlyfjavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 11. ágúst 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband