Doktor Dauði fundinn?

Ég las þessa frétt á Visi.is : 

 

"Segjast hafa fundið nasistaböðulinn Doktor Dauða

mynd

Starfsmenn Simon Wiesenthal stofnunarinnar segja að þeir hafi fundið Aribert Heim þekktan nasistaböðul frá tímum seinni heimstyjaldarinnar.

Heim sem þekktur var undir nafninu Doktor Dauði sé í felum ásamt dóttur sinni í smábænum Patagonia í Chile. Tveir menn frá stofnuninni eru nú á leið til bæjarins til að staðfesta þessar upplýsingar.

Heim var yfirmaður í Mauthausen útrýmingabúðunum í Austurríki þar sem hann framkvæmdi skurðaðgerðir og aflimanir án þess að deyfa eða svæfa viðkomandi. Einnig mun hann hafa pínt marga af föngunum í búðunum áður en hann myrti þá "

  ------------

Í framhaldi af lestrinum gúgglaði ég Aribert Heim (Dr. Dauða) og las ýmsar greinar og skoðaði myndir tengdum böðlinum. 
Og þvílík grimmdarverk sem þessi böðull framkvæmdi!  Aflimanir án deyfingar, opna fólk og taka úr því líffæri án deyfingar, skera af fólki höfuðleðrið án deyfingar osfr.  Skipti engu hvort um var að ræða lítil börn eða gamalmenni. 

Ég vona innilega að þessi mannskepna náist og hann fái sem harðastan dóm fyrir verk sín þótt sá dómur muni að sjálfsögðu aldrei fullnægja þeim grimmdarverkum sem hann er sekur um. 

 Dr. Dauði er 93 ára (jafnvel eldri) og hvort sem hann finnst eða ekki þá sleppur hann ekki við dóm frá þeim sem öllu ræður.  Og þess er varla langt að bíða.  


Bloggfærslur 9. júlí 2008

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband