Í gær var hringt í mig frá ónafngreindu símafélagi:
Maðurinn sem hringdi hljómaði reiður og æstur:
Maðurinn: "Góðan daginn, ég er að hringja frá """"""", það liggur hér á borðinu hjá mér beiðni um að kúpla þig úr gsm þjónustunni hjá okkur, má ég spyrja um ástæðuna fyrir því afhverju þú ert að skipta um símafyriræki? "
Ég (hugsaði mig aðeins um hvort ég ætti að nokkuð að vera að svara, en var forvitin): Hitt fyrirtækið bauð mér mun betri kjör en þið gerið
Maðurinn (enn reiðari): Sögðu þeir þér líka frá því að þú getur farið í mínus á reikningnum hjá þeim og það er rukkað fyrir það eftirá?
Ég ( úps ..hér læddist að mér að ég hafi verið að gera eitthverja vitleysu): nei..en ég verð reyndar með síáfyllingarþjónustu ( man ekki nákvæmlega hvað þessi þjónusta heitir en um leið og frelsist klárast er fyllt á í gegnum kreditkort)
Maðurinn ( mjög frekjulega): Já einmitt. Get ég búist við að fleiri úr þinni fjölskyldu séu að fara yfir í þetta símafyrirtæki ? ..ég get þá sparað mér vinnu og strokað þá út á listanum hjá mér á stundinni.
Ég ( þarna reiddist ég og var mjög hissa á frekjunni í manninum): Það hef ég ekki hugmynd um.
Maðurinn: jæja , ég kúpla þig þá úr þjónustu hjá okkur.
Ég: Já endilega
Maðurinn: vertu sæl Ég: vertu sæll.
Eftir þetta símtal er ég alvarlega að hugsa um að færa heimasímann líka yfir í annað símafyrirtæki.
Þvílk frekja og yfirgangur, svona vinnubrög fara alveg öfugt ofan í mig!
Kona sem lét langþráðan draum rætast seint á lífsleiðinni,tók skarpa U beygju,seldi eða gaf allt veraldlegt og flutti til Svíþjóðar með sínum heittelskaða og Briard tíkinni henni Esju. Kennir Zumba og nýtur lífsins.