Föstudagur, 21. september 2007
Slæm meðferð á hrossi - vanmat holdafarið?
Hesturinn var í girðingu á vegum félagsins Fola.is. Það er að sjálfsögðu ekki gott en ég tel ástæðuna vera vanmat mitt á holdafari hans segir Óðinn Örn sem skrifar undir tilkynningu frá félaginu Fola.is sem birtist á vef hestafrétta.is.
Það er alltaf gott að viðurkenna mistök sín. En samt skil ég ekki þetta ekki. Hvernig er hægt að vanmeta holdafar hests sem er svona illa á sig kominn?
Úr frétt mbl.is : Nú sé hesturinn í mjög slæmu ástandi. Í skýrslu dýralæknis segi m.a. að hesturinn hafi dapur augu og standi og hími. Hesturinn sé horaður og fallinn á makka, baki og lend. Hægt sé að sjá nær öll rif og hálsinn sé eins og á veturgömlu trippi. Bak og lendarvöðvar mjög rýrir. Jafnframt komi fram að veikindi hestsins hafi verið útilokuð og ástandið sé alfarið vanfóðrun um að kenna. Umtalsvert tjón sé fyrirsjáanlegt fyrir aðstandendur hestsins en þó hér fyrst og fremst um að ræða mál um illa meðferð á dýrum.
Blær frá Torfunesi er fallegur stóðhestur. Sannkallaður listagæðingur, flugrúmur garpur á gangi, segir í einni umsögninni um hann.
![]() |
Kunnur stóðhestur í slæmu ástandi eftir veru í girðingu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 21:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)