Föstudagur, 24. ágúst 2007
Blessuð börnin :(
Pabbi að keyra börnin í skólann. Börnin sitja í alsakleysi sínu í bílnum. Pabbi var eitthvað skrýtinn en þau átta sig ekki á afhverju. Börnunum leið undarlega. Bíllinn sveiflast furðulega til á veginum. En í leikskólann komust þau þrátt fyrir að oft á leiðinni hafi munað litlu að illa færi.
Maður var stöðvaður í Kópavogi í gærmorgun en hann átti mjög erfitt með að halda bíl sínum á veginum. Segir lögregla, að maðurinn megi teljast heppinn að hafa ekki lent í alvarlegu umferðaróhappi en hann var nýbúinn að aka börnum sínum í leikskóla þegar lögreglan stöðvaði för hans. Þessi maður var undir áhrifum fíkniefna!!!!!
Ég á ekki orð og langar helst að gráta. Börnin velja sér ekki foreldra og ekkert barn á þetta skilið. Fólk missir dómgreind undir áhrifum hvort sem er undir áhrifum fíkniefna eða áfengis. Guð einn má vita hvað börn þessa manns mega þola.
![]() |
Þrir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 16:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)