Föstudagur, 27. júlí 2007
Ég fékk lánaða þessa bók.
fyrir mörgum árum síðan. Kunningjakona mín fór að vera með hálfgerðum nasista sem vildi endilega lána mér Mein Kampf. Hálfgerðum nasista segi ég, því ég veit ekki hvort hann var hinn fullkomni nasisti eða ekki, maðurinn var alla vega mjög sérstakur og skoðanir hans hneigðust allar í átt nasismans. Hafði víst verið í fangelsi í Svíþjóð.
Hann var vöðvastæltur og klæddist eins og hermaður. Ég sé hann stundum í dag, hjólandi um bæinn á reiðhjóli í herklæðum. Sambandið hjá kunningjakonu minni og þessum manni entist ekki.Enda er ekki búandi með manni sem er svo stjórnsamur að hann nánast handjárnaði kærustuna sína við eldhúsvaskinn.
Bókin var á sænsku og ég blaðaði aðeins í henni en nennti ekki að lesa hana. Hann kom svo nokkrum dögum seinna til að ná bókina. Honum var mjög annt um þessa bók , það var sem hann væri að heimta barnið sitt úr helju.
![]() |
Verður Mein Kampf endurútgefin? |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Föstudagur, 27. júlí 2007
Sverige.. Nu kommer jag... :))
Þetta verður eflaust síðasta bloggfærslan mín í bili. Ég er nefnilega að fara til Svíþjóðar á morgun..jibbí! Ég ólst að miklu leyti upp í Svíþjóð þar sem pabbi minn var í námi þar. Mamma vann fyrir heimilinu á Sjúkrahúsinu. Ég var í leikskóla og byrjaði í grunnskóla þar. Þar fæddist líka bróðir minn, hann Kalli.
Lundur er yndislegur bær. Ég og foreldrar mínir hafa sterkar taugar til hans. Við höfum aldrei slitið strenginn alveg við Lund , alltaf verið viðloðandi við bæinn.
Og nú hafa pabbi og mamma stigið stóra skrefið, keypt hús í Lundi. Og meira að segja í sama hverfi og við bjuggum í þegar ég var lítil. Þau eru búin að vera úti í um það bil mánuði að sjæna húsið til, láta setja flísar, parkett og mála.
Og þangað er ég , Helgi og Olli að fara á morgun. Ég hlakka gífurlega mikið til að koma "heim" .
Ég ætla að fara í Kallbybadet ( a með tveimur punktum), skoða nýju flottu verslunarmiðstöðina, keyra upp í Djurslöv þar sem ég vann sem aupair ( fólkið hlýtur að vera flutt), jafnvel að fara í Astrid Lindgren garðinn ef við náum því, fara á ströndina í Lomma og ekki væri leiðinlegt að eyða eins og einum degi í Köben, en það er þó ekki víst að ég tími því.
Elsku bloggvinir, vinir og vandamenn , hafið það æðislega gott á meðan.
Knús og kossar
Ps. smellið á línkinn hér að neðan og hlustið á nýjasta lag Millana sem "lak á netið":
Við elskum þig nú samt
Þetta er skólinn sem ég var í þegar ég var lítil
Á Vildanden. Svona leit húsið út sem við bjuggum í þegar pabbi var í námi.
Gata í Lund
Gata í Lund
Fallega eldgamla Dómkirkjan í Lundi.
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 13:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)