Hann var fallegur maður.

Jim_Morrison_photoHann dó af of stórum lyfjaskammti, hvaða máli skiptir HVAR?  James Douglas Morrison (8 December 19433 July 1971)  eins og hann hét réttu nafni  var frábær tónlistamaður, kvikmyndagerðamaður og skáld en því miður fór hann illa með sig á sukki og eiturlyfjaneyslu.  

Val Kilmer, var í hlutverki Jims Morrison í myndinni - The Doors frá árinu 1991. Hann söng sjálfur í myndinni og þótti einmitt mjög líkur Morrisonog það er rétt, þeir eru ótrúlega líkir.    kilmer1Val kilmer

Hann var mjög myndarlegur og ég held að hann hafi verið viðkvæmur eins og svo algengt er um listamenn. Því miður dó hann  aðeins 27 ára gamall.  

 


mbl.is Lést Morrison í næturklúbbi eða í baðkarinu?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Minn tábrotnaði

Togari Æ þetta er erfitt - ekki síst fyrir aðstandendur sem heima sitja.   Fyrrverandi maðurinn minn tábrotnaði eitt sinn þegar hann var á frystitogara.  Fékk ofan á tánna bobbing ( veit ekki hvort þetta er rétt skrifað).

  Þegar ég fékk fréttina um að maðurinnn minn  hefði slasast, þá leið mér eins og hann væri við dauðans dyr.  Fór að gráta og allt.  Ég var reyndar tuttugu árum yngri þá, minnir að ég hafi verið ólétt og því viðkvæm í meira lagi.  En það er alltaf erfitt þegar að ástvinir slasast.  Vonandi er þetta ekki slæmt brot hjá viðkomandi sjómanni.  

  


mbl.is Fótbrotinn skipverji fluttur í land
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. júlí 2007

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband